Gáttir Helvítis munu yður opnast. Stríðsyfirlýsing Ísraels og Bandaríkjanna

„Bandaríkin hafa sólundað átta trilljónum dala í stríð og hernaðaraðgerðir (policing) í Miðausturlöndum. Stórkostlegir hermenn hafa látið lífið þúsundum saman eða beðið slæmt tjón á heilsunni. Milljónir andstæðinga hafa farist. Þátttaka í átökum í Miðausturlöndum var versta ákvörðun allra tíma,“ sagði Donald John Trump 2019.

Forstýra þjóðaröryggismála, Tulsi Gabbard, beitti sér á fyrra tímabili Dónaldar Jóns fyrir löggjöf gegn þátttöku Bandaríkjanna í borgarastyrjöldunum í Sýrlandi og Jemen. Hún er vindhani eins og húsbóndinn. Stríð gegn örvasa, soltinni þjóð Jemena, og Palestínumönnum, eru nú ær hennar og kýr. Hún er holl húsbóndanum í Hvíta húsinu, sem hótar, blótar og blaðrar.

Tulsi hefur þó líklega náð að koma viti fyrir húsbóndann í Úkraínustríðinu, en friðarnálgun forsetans er viðbrigðaklaufaleg og viðvaningsleg. Því er líklegt, að enn muni Nató og Rússum fyrirmunað að sitja á sátts höfði.

„Leynilegt“ baktjaldasamkomulag Ísraelsstjórnar um að virða ekki annan og þriðja áfanga vopnahlésins, hefur nú opinberast í orðum Israel Katz, stríðsmálaráðherra:

„Leysi Hamas ekki alla gísla úr haldi munu gáttir Helvítis opnast Gazabúum og Ísraelski varnarherinn mun sýna mátt og megin, sem morðingjar og nauðgarar Hamas hafa aldrei orðið vitni að áður.“

Samrunaheimsveldið (Bandaríkjamenn og Ísraelsmenn, með liðsinni Breta) er í essinu sínu. Forstjóri Alríkislögreglunnar í Bandaríkjunum (Federal Bureau of Investigation – FBI), Kash Patel, segir:

„Við munum styðja þá [Ísraelsmenn] í hvívetna. Við munum stöðva straum fjármagns inn í Íran. Bandaríkjamenn verða að vakna af svefni sínum og setja Ísrael í fyrirrúm … [og] tryggja stuðning við okkar besta bandamann í Ísrael [líklega á hann við Benjamin Netanyahu]. Fólk verður að vakna til vitundar.“

Friðarforsetinn tjáði sig í gær (19. mars 2025): „Árásirnar hundruðum saman frá illum bófum og óþokkum, sem hafa bækistöð sína í Jemen og Jemenar hata, eiga upptök í ranni Írana. Litið verður á sérhvert skot Húta [Ansrallah] sem skot úr vopnum Írana og leiðtoga. Og Íranir verða gerðir ábyrgir og þola skulu þeir afleiðingarnar. Og afleiðingarnar verða ógnþrungnar.“ (Maðurinn er átakanlega illa máli farinn.)

Eins og búast má við er enn hótað Helvíti, eldi og eimyrju.

Blaðafulltrúi friðarforsetans endurtók boðskapinn og lagði áherslu á, að Helvíti, eldur og eimyrja, byði allra í Vestur-Asíu, sem byðu Ísraelum byrginn; þ.e. Jemenum, Hisbolla, Palestínumönnum og Írönum.

Blaðafulltrúinn víkur skiljanlega ekki að bandamönnum Samrunaheimsveldisins og Evrópusambandsins í Sýrlandi.

Á meðan endurfæddir afhausarar í líki frelsara myrða fólk þúsundum saman og gera innrásir í norðurhluta Líbanon, sjá Ísraelar um suðurhlutann. Samtímis stækka Ísraelsmenn hernám sitt í Sýrlandi.

Ísraelsmenn hafa daglega rofið umsamin vopnahlé við Hisbolla og Hamas með manndrápum. Ótrauðir drepa þeir enn, ræna og rupla á Vesturbakkanum með blessun friðarforsetans í vestri.

Asaad Al-Ahaiabandi, utanríkismálaráðherra Afhausarastjórnar Sýrlands, átti fund með embættismönnum Evrópusambandsins nýlega. Það hefur nú gert hann að einhvers konar umhyggju-utanríkismálaráðherra (care taker foreign minister). Sérsvið hans er reyndar afhausun eins og foringjans.

Undrabarnið frá Eistlandi, Kaja Kallas, sem áður hefur skammað fórnarlömb Afhausarastjórnarinnar fyrir uppsteit, gerði sér far um að gleðja umhyggjuráðherrann:

„Evrópusambandið og samstarfaðiljar þess lofa Sýrlandi og nágrönnum 5.8 milljörðum (billion) evra. Það mun styrkja Sýrland á örlagatímum umbreytinga og mæta þörfum alþýðu manna (on the ground).“ (Það væri fróðlegt að vita, hvort Íslendingar séu í hópi velunnara og hvaða nágranna sé um rætt.)

Eins og kunnugt er hafa Bretar, Ísraels- og Bandaríkjamenn enn á ný hafið stríð gegn Jemenum. Þeim hefur þegar tekist drepa um 50 óbreytta borgara. Herveldin gera það, sem þeir kunna best og fullkomnuðu raunar í annarri heimstyrjöldinni, þegar þeir, þ.e. Bretar (og Bandaríkjamenn), vörpuðu sprengjum markviss á íbúðarhverfi í Þýskalandi til einmitt að kveikja elda og eimyrju, drepa og limlesta.

Frá árinu 2002 hafa Bandaríkjamenn gert um 400 árásir á Jemen.

Samrunaheimsveldið hefur, með hjálp einvalda Persaflóafurstadæmanna og Sádí-Arabíu, reynt að buga Ansarallah í áratug eða svo með skothríð og svelti. Jemenar hafa þegar svarað árásunum, sent flaug inn í Ísrael og gert fjórar árásir á flugvélamóðurskipið, Harry Truman.

Samtímis vopnaskaki er vitanlega háður upplýsingahernaður gegn Hútum og öðrum í Andspyrnuhreyfingunni. Því er t.d. logið, að Hútar hafi komið í veg fyrir alþjóðlegar siglingar um Rauðahaf. Það er rangt. Það á einungis við um ísraelsk skip og skip með farm til Ísraels.

Eftir að hin makalausa aðgerð, Hagsældarvörður (Prosperity Guardian) hófst, eru skip þátttökuþjóða einnig í hættu. Gullfoss fengi vafalaust að sigla óáreittur, nema hann flytti vopn til Ísraela.

Íranar bíða í viðbragðsstöðu. Flotaheræfingum þeirra, Rússa og Kínverja, er nýlokið. Á fundi sömu aðilja var lýst yfir stuðningi við friðsamlega þróun kjarnorkutækni í Íran.

Bandaríkin vinna enn samkvæmt áætlunum, sem mótaðar voru af Arthur Karl Cebrowski (1942-2005), flotaforingja, og Donald Rumsfeld (1932-2021), varnarmálaráðherra, um síðustu aldamót. Íran og Jemen eru síðustu ríkin á listanum fyrir Vestur-Asíu, sem beygja skal í duftið. Sýrland er nýfallið.

https://www.kitklarenberg.com/p/collapsing-empire-rip-us-aircraft?utm_source=post-email-title&publication_id=552010&post_id=148542120&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://www.globalresearch.ca/us-war-yemen-20-years-houthis-choke-red-sea/5867456 https://www.youtube.com/watch?v=nEvL6UJq1kA&list=UUkF-6h_Zgf9zXNUmUB-MzTw&index=1 https://steigan.no/2025/01/jemen-fortsetter-sine-missilangrep-pa-israel/?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.voltairenet.org/article221661.html https://marksleboda.substack.com/p/kiev-regime-about-to-launch-new-suicidal?utm_source=post-email-title&publication_id=1083041&post_id=154288070&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://steigan.no/2025/01/jemen-fortsetter-a-angripe-usas-hangarskip-i-rodehavet/?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.voltairenet.org/article221661.html https://steigan.no/2025/03/usa-bomber-jemen-for-israel-og-rammer-sivile-kvinner-og-barn-drept-sjukehus-odelagt/?utm_source=substack&utm_medium=email https://michaeltsnyder.substack.com/p/wars-and-rumors-of-wars-now-we-are?utm_source=post-email-title&publication_id=1520363&post_id=159218886&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://www.youtube.com/watch?v=OhOQq7WDBAA&list=UUkF-6h_Zgf9zXNUmUB-MzTw&index=1 https://21stcenturywire.com/2025/03/17/letter-to-president-trump-stop-bombing-yemen-and-exit-the-middle-east/ https://www.youtube.com/watch?v=GOih0FNPzB0 https://www.kitklarenberg.com/p/exposing-britains-covert-war-on-yemen?utm_source=post-email-title&publication_id=552010&post_id=159371258&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://www.youtube.com/watch?v=oaINMpp38mk&list=UUkF-6h_Zgf9zXNUmUB-MzTw&index=1 https://www.youtube.com/watch?v=aTxjcNfj0Qs&list=UUkF-6h_Zgf9zXNUmUB-MzTw&index=8 https://www.youtube.com/watch?v=_Q_u2zEBbXA&list=UUDkEYb-TXJVWLvOokshtlsw&index=2 https://www.indianpunchline.com/trump-hypes-up-tensions-with-iran/ https://beeley.substack.com/p/syrian-alawites-are-being-targeted?utm_source=post-email-title&publication_id=716517&post_id=159465180&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://beeley.substack.com/p/trump-threatens-entire-resistance?utm_source=podcast-email&publication_id=716517&post_id=159462920&utm_campaign=email-play-on-substack&utm_content=watch_now_button&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://21stcenturywire.com/2025/03/18/occupied-palestine-netanyahu-gives-up-on-hostages-sabotages-ceasefire-with-deadly-airstrike-on-gaza/ https://www.youtube.com/watch?v=KKQHHnSwAos&list=UUkF-6h_Zgf9zXNUmUB-MzTw&index=2 https://www.youtube.com/watch?v=kigTRFc5JLw&list=UUDkEYb-TXJVWLvOokshtlsw&index=1 https://www.youtube.com/watch?v=oEjbxIpviY4&list=UUkF-6h_Zgf9zXNUmUB-MzTw&index=6 https://www.youtube.com/watch?v=_Q_u2zEBbXA&list=UUDkEYb-TXJVWLvOokshtlsw&index=2 https://steigan.no/2025/03/smotrich-israel-har-planlagt-gjenopptakelse-av-nedslaktingen-i-gaza-siden-den-nye-idf-sjefen-tok-over/?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.youtube.com/watch?v=b0IIJmULuh8&list=UUkF-6h_Zgf9zXNUmUB-MzTw&index=1 https://glenndiesen.substack.com/p/ukraine-war-and-media-manipulation?utm_source=post-email-title&publication_id=2670149&post_id=159439601&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://nypost.com/2025/03/18/us-news/trump-warns-americans-could-become-involved-in-ukraine-war-if-it-escalates-to-world-war-iii/ https://michaeltsnyder.substack.com/p/as-they-cry-out-peace-and-safety?utm_source=post-email-title&publication_id=1520363&post_id=159444600&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email


Bloggfærslur 20. mars 2025

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Mars 2025

S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband