Forseti Bandaríkjanna, Donald John Trump, skrifaði í miðil sinn, Truth Social, í gær (15. mars 2025), að hann hefði fyrirskipað nýja árás á Jemen:
Til allra hryðjuverkamanna meðal Húta [Ansar Allah): Örlög ykkar eru ráðin og árásum ykkar verður að ljúka. Það verður að gerast nú þegar. Fari ekki svo, mun rigna yfir ykkur eldi og eimyrju sem aldrei áður. Og Írönum sendir forsetinn einnig kveðju:
Hætta verður stuðningi við hryðjuverkamenn Húta umsvifalaust. Leyfið ykkur ekki að ógna bandarísku þjóðinni eða forseta hennar, sem hlotið hefur meira fylgi en nokkur annar forseti í manna minnum, ei heldur alþjóðasiglingaleiðum.
Dónaldur Jón áréttar, að ekki skuli vænta linkindar af hálfu Bandaríkjanna eins og áður. Hútar hafa einir þjóða brugðist við samkvæmt alþjóðalögum og komið Gazabúum til hjálpar með því að hindra með hervaldi umferð ísraelskra skipa og skip annarra þjóða, sem sigla í þágu Ísraels. Það hefur haft afdrifarík áhrif fyrir efnahag Ísraels.
Hútar hétu því að stöðva árásirnar um leið og friður væri saminn á Gaza. Þeir stóðu við orð sín, en tóku þær upp aftur, þegar Ísraels- og Bandaríkjamenn sviku samninga um vopnahlé, þ.e. kröfðust þess, að fyrsta áfanga þess yrði framlengt, en áfanga tvö og þrjú slaufað.
Enn þá einu sinni hafa Bandaríkjamenn sýnt í verki, að þeir séu ekki samningshæfir, ómerkingar orða sinna eins og Íranar t.d. hafa bent á.
Hrokagikkurinn í Hvíta húsinu talar stundum fjálglega um virðingu fyrir mannslífum. Það gerir hann í Úkraínu og á Gaza. Þó tekur hann þátt í stríðinu með vopnasendingum og annarri hernaðaraðstoð. Sjálfur gæti hann stöðvað stríðin í Úkraínu og Palestínu og hernám Ísraelsmann í Sýrlandi og Líbanon, með því einu að hætta aðstoðinni og aflétta viðskiptaþvingunum. Nú leitar Dónaldur Jón hófanna um vist fyrir Gazabúa í Sómalíu.
Meðan Dónaldur Jón sprengir upp í loft mann og mús í Jemen og leggur blessun sína yfir dráp Ísraelsmanna á almennum borgurum, fellur hann á hné og biður Vonda-Valda griða fyrir hermenn Úkraínu og erlenda leigumorðingja í Kúrsk, sem þar hafa framið voðaverk á almúganum. (RÚV hefur alveg steingleymt að skýra frá því.) Vondi-Valdi virtist taka því vel, enda þótt Úkraínumenn og bandamenn þeirra hafi nýverið sent drápsflaugar til Sankti Pétursborgar og Moskvu til að granda almennum borgurum.
Síðustu tilburðir Dónaldar Jóns til samninga við Rússa eru spaugilegir. Hann sendi tvo viðvaninga, utanríkismálaráðherrann, Marco Rubio, og þjóðaröryggisráðgjafann, Michael Waltz sem báðir eru blautir bak við eyrum sem stjórnarerindrekar og samningamenn til Riyadh til fundar við umboðslausan forseta Úkraínu.
Semja skyldi um vopnahlé Rússa og Úkraínumanna. Þeim til fulltingis var einnig fasteignasalinn, Steve Witkoff, sem svikið hefur eigin samninga við Gazabúa. Allir vissu ofurvel, að vopnahléi einu og sér hafa Rússar fyrir löngu hafnað. Nú er boltinn hjá Rússum, sagði Rubio, undirfurðulegur á svip.
Þessi samningssnilli er alþjóðaspekingum ráðgáta hin mesta. Gilbert Doctorow segir það yfirburða stjórnmálasnilli að rugla fólk í ríminu, tala sér þvert um geð, skrifa og tala eins og krakki, endurtaka sig í sífellu, afneita eigin fullyrðingum, sýna hvatvísi, óvirðingu, gleymsku, þráhyggju, vald og ófyrirleitni. Stjórnmálastefnu forsetans verði ráðin með því að horfa í gjörðir hans.
Scott Ritter tekur í svipaðan streng. Síðasta uppátæki Dónaldar Jóns í Riyadh hafi verið til þess ætlað að fá Úkraínumenn að samningsborðinu og samþykkja vopnahlé, segir hann. Volodymyr Zelensky eða kókaín-kúrekinn eins og Larry Johnson kallar hann, var þess fullviss, að þegar Rússar afþökkuðu þátttöku í þessari samningssnilld sem þeir reyndar gerðu afar mjúklega sæju Bandaríkjamenn sig um hönd og refsuðu Rússum. Hann reyndist sannspár. Bandaríkjamenn ætla að herða á þvingunum í viðskiptum með olíu.
Nú brá svo við, að leiðtogar Evrópu umhverfðust skyndilega og vildu ólmir gera samninga um tímabundið vopnahlé eins og Volodymyr. Vonbrigði þeirra urðu mikil, þegar þeir áttuðu sig á, að Rússar hefðu ekki breytt um stefnu. Þeir vilja semja um vopnahlé sem þátt í endurskoðun öryggismála í Evrópu, sem felur í sér viðkenningu á innlimum Rússa á Donbass og Krim, tryggingu fyrir rétti Rússa og annarra minnihlutahópa, og afvopnun úkraínska hersins, svo það mikilvægasta sé upp talið.
Það er sama í hvaða horn er litið. Vanhæfni stjórnmálamanna Vesturlanda blasir við.
Hinn franski Aurelien skrifar: Við búum við veruleikafirringu og þar af leiðandi við hæfnikreppu hvort heldur er í Kaliforníu, Úkraínu eða Evrópu. Hvar er rætur þessarar lymju að finna.
Allt að því sjúklega veruleikafirringu má greina í orði og æði, t.d. í Úkraínustríðinu. Og jafnvel þótt staðan versni og Rússar sæki hvarvetna fram, eru þess engin merki, að skilningur leiðtoga í Vestri (the West) taki mið af raunveruleikanum og það verður að teljast líklegt, að þeir muni áfram hrærast í hliðarveruleika sínum, þar til að hann brestur með valdi.
Aurelien bendir aukin heldur á þá staðreynd, að í raun réttri sé hjá Nató hvergi að finna stefnumótun um Úkraínu og ei heldur aðgerðaáætlun. Það er einungis boðið upp á vígorð og óraunsæjar tillögur.
Bandaríski blaðamaðurinn, Matt Taibbi, segir: við búum við hæfnikreppu hér í landi. Hún hefur gríðarleg áhrif á bandarísk stjórnmál. (Orð hans eiga ekki síður við um Ísland.)
Glenn Diesen hittir naglann á höfuðið. Samtal og samningar urðu glæpur eins og í Úkraínustríðinu, ósiðlegt hátterni, segir hann. Vladimir Putin er sríðsglæpamaður, því skal ekki yrða á hann, segir utanríkismálaundrabarnið frá Eistlandi, Kaja Kallas.
Dónaldur Jón virðist þó ætla að gera bragarbót, en heldur þó uppteknum hætti, hótar með vopnavaldi eða viðskiptaþvingunum, setur á tolla og afnemur tolla, rekur fólk og endurræður.
Grænland ætlar hann að eignast sama hvað tautar og raular. Það er svo falleg fallegt fólk þarna, tuldrar kappinn. Það fór þó ekki svo, að hann legði beinlínis undir sig Panamaskurðinn. Panamamenn voru þess í stað þvingaðir til að selja sameiginlegar fjárfestingar Kínverja og þeirra sjálfra í hafnarmannvirkjum.
Dónaldur Jón er eins og kunnugt er, hrifinn af lýðræði og frelsi einkum þó málfrelsi utan Bandaríkjanna. Það er þó ekki litið hýru auga, sé um gagnrýnisraddir á samrunaheimsveldi Bandaríkjanna og Ísraels að ræða. Þá eru menn dregnir fyrir dóm. Nýlega var palestínskum nemenda, Mahmoud Khalil, vísað úr landi fyrir slíka ósvinnu. Bandarískir Gyðingar mótmæltu við Trump turninn.
Hirðin í kringum foringjann hefur gefið út, að fólk skuli ráðið á grundvelli hæfni og verðleika, en ekki kyns eða húðlitar eða fötlunar. En nú bregður svo við, að hæft fólk er rekið fyrir það að vera blakkir karlar eða klárar konur. Öðruvísi mér áður brá. En kynin eru þó enn þá tvö.
Rúsínan í þessari bragðvondu pylsu eru fyrirætlanir forsetans um að endurlífga Bagram flughernaðarstöðina í Afganistan. Hana mætti vissuleg nýta í stríðin gegn Kína og Íran, ef svo bæri undir.
Ég gef John W. Whitehead og Nisha Whitehead síðasta orðið: Samtímis því, að Trump forseti, hagvanur í heimi viðskiptanna (art of the deal), tjáir sig viðurkvæmilega um frið, spillingu, misferli, sóun, málfrelsi, réttlæti, skrifræðisbólgu, þjóðaröryggi og svo framvegis, segir stjórnsýslugjörningur hans allt aðra sögu um forgangsmál hans og hollustu. Þau snúast um hann sjálfan [og] heimsveldið, brjóta augljóslega í bága við stjórnarskána og miða að því að halda djúpríkinu við stjórnvölinn.
https://kucinichreport.substack.com/p/american-spring-suppression-of-the?utm_source=post-email-title&publication_id=1441588&post_id=159185413&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://glenndiesen.substack.com/p/criminalizing-diplomacy-when-war?utm_source=post-email-title&publication_id=2670149&post_id=159129579&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://korybko.substack.com/p/putin-might-broker-an-iranian-us?utm_source=post-email-title&publication_id=835783&post_id=158426302&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://www.voltairenet.org/article221863.html https://www.voltairenet.org/article221863.html https://www.globalresearch.ca/geopolitical-implications-trump-congress-address/5881481 https://www.globalresearch.ca/deep-state-war-truth-waged-doublespeak-delusion-propaganda/5881485 https://sonar21.com/the-persimmon-revolution-part-2-by-ryan-l-dudley/ https://geopoliticaleconomy.substack.com/p/us-defense-secretary-hegseth-overthrow-china-crusade?utm_source=post-email-title&publication_id=457596&post_id=158640986&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://corbettreport.substack.com/p/the-trade-wars-you-are-not-prepared?utm_source=post-email-title&publication_id=725827&post_id=158700469&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://www.indianpunchline.com/trumps-ingenuity-vis-a-vis-russia-iran/ https://michaeltsnyder.substack.com/p/why-does-hardly-anyone-seem-to-realize?utm_source=post-email-title&publication_id=1520363&post_id=158730404&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://chrishedges.substack.com/p/trumps-christian-fascists-and-the?utm_source=post-email-title&publication_id=778851&post_id=158770055&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://www.racket.news/p/timeline-the-arrest-of-mahmoud-khalil?utm_source=post-email-title&publication_id=1042&post_id=158856980&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://www.youtube.com/watch?v=mEZQnSva3sI&list=UUDkEYb-TXJVWLvOokshtlsw&index=2 https://www.youtube.com/watch?v=ddiZg7Xjf8Y&list=UUDkEYb-TXJVWLvOokshtlsw&index=4 https://korybko.substack.com/p/trump-will-likely-have-to-cut-a-deal?utm_source=post-email-title&publication_id=835783&post_id=158826741&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://www.youtube.com/watch?v=bqDI93sTEbc&list=UUDkEYb-TXJVWLvOokshtlsw&index=4 https://www.youtube.com/watch?v=Xb_yxQPpo08&list=UUDkEYb-TXJVWLvOokshtlsw&index=2 https://www.youtube.com/watch?v=j63iItAdmd0&list=UUDkEYb-TXJVWLvOokshtlsw&index=3 https://imetatronink.substack.com/p/tirania-elitei?utm_source=post-email-title&publication_id=1085164&post_id=159032841&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://michaeltsnyder.substack.com/p/there-is-a-tremendous-amount-of-confusion?utm_source=post-email-title&publication_id=1520363&post_id=159030852&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://marksleboda.substack.com/p/putins-polite-diplomatic-hell-no?utm_source=post-email-title&publication_id=1083041&post_id=159024035&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://www.indianpunchline.com/trumps-presidential-diplomacy-is-surging/ https://scheerpost.com/2025/03/14/jewish-americans-and-allies-occupy-trump-tower-demanding-release-of-mahmoud-khalil/ https://marksleboda.substack.com/p/to-ceasefire-or-not-to-ceasefire?utm_source=post-email-title&publication_id=1083041&post_id=159092485&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://sonar21.com/the-war-of-two-worlds-has-begun-part-5/ https://sonar21.com/trumps-bombast-towards-yemen-and-iran-could-sink-his-presidency/?jetpack_skip_subscription_popup https://glenndiesen.substack.com/p/russian-representative-to-the-un?utm_source=post-email-title&publication_id=2670149&post_id=159172001&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://conflictsforum.substack.com/p/the-competency-crisis-proliferating https://jeffjbrown.substack.com/p/this-is-a-remarkable-riposte-to-trump?utm_source=post-email-title&publication_id=320717&post_id=159057732&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email
Bloggfærslur 17. mars 2025
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021