Um þessar mundir hverfist veröldin í kringum Donald John Trump, hinn nýgamla forseta Bandaríkjanna, eins og títt erum geðvillinga, sem þjást af stórmennskubrjálæði. Hann ætlar að verða kóngur í voða stórri höll eins og smaladrengurinn forðum.
Íslenski smalastrákurinn hafði hund fyrir ráðgjafa, en Nero Claudius Caesar Augustus Germanicus (37-68), Rómarkeisari, hafði hins vegar hest í því veigamikla hlutverki. Sá reyndist vel.
Dónaldur Jón hefur bæði hunda og hesta til halds og trausts og vill verða Nóbelsverðlaunahafi. Konungsríki hans verður harla víðfemt, Ameríkuflekinn allur, allt Vesturhvel raunar í samræmi við yfirlýsingu James Monroe (1758-18331), forseta. Grænland fær að fljóta með og hugsanlega fyrsta ameríska lýðveldið, (að sögn Vilhjálms Stefánsson (1879-1962), heimskautsfara), Ísland.
En Ísland og norðurálfu eiga Bandaríkjamenn í raun. Stjórnvöld þessara landa hlýða þeim eins og hundar. Enda eru þau á áhrifasvæði Bandaríkjamanna og Breta, sem hersátu Ísland. Forystumenn þeirra, Winston Churchill (1874-1965), Franklin Roosevelt (1882 1945), svo og Joseph Stalin (1878 1953), sömdu um skiptingu heimsins í Jalta á Krímskaga, þegar síðari heimstyrjöldin var á lokametrunum. Nú kynni sambærileg þróun að eiga sér stað.
Þegar önnur styrjöldin var um garð gengin, og Winston hafði lýst yfir köldu stríði gegn Ráðstjórnarríkjunum (Sovétríkjunum), hófust Bretar og Bandaríkjamenn handa við að treysta völd sín á áhrifasvæðunum. Áætlanir Bandaríkjamanna um að varpa kjarnorkusprengjum á Ráðstjórnarríkin og Breta um landhernað gegn þeim, voru lagðar á ís. Þess í stað var riðið njósnanet (Five Eyes) með þátttöku Ástralíu og Nýja-Sjálands, samtímis því, að efnahagsleg völd voru treyst (Marshall aðstoðin, Alþjóðabankinn, Alþjóða gjaldeyrisvarasjóðurinn, nýlendustefna í viðskiptum, drottnun dalsins (dollar hegemony) og fl. og fl..)
En óskabörnin voru Evrópusambandið/Efnahagsbandalagið og Atlantshafsbandalagið (NATO-Nató). Efnahagsbandalagið var fyrsti vísir að hinni jörpu, sameinuðu Evrópu (Paneuropean Union) Richard von Coudenhove-Kalergi (1894-1972). Hann átti vísan stuðning Alþjóðaauðvaldsins, sem hvað eftir annað hafði kveikt í Evrópu og ól á draumnum um Alheimsríki. Þróun í sömu átt sést í Sameinuðu þjóðunum og Alheimsefnahagsráðinu (World Economic Forum).
Norður-Atlantshafsbandalagið var stofnað í þríþættum tilgangi, þ.e. 1) til að halda Þjóðverjum niðri, Sovétmönnum fjarri og Evrópuríkjum í taumi; 2) til að skapa og viðhalda hræðslu Evrópubúa við innrás frá Sovétmönnum/Rússum samfara hniðmiðuðum upplýsingahernaði; 3) til að hlutast til um þróun Evrópuríkja ljóst og leynt, m.a. við kosningar. Neðanjarðarsveitir Nató eru oft kenndar við ítalska nafn þeirra, Gladio (skylmingaþræl). Höfuðstöðvar Gladio eru/voru í Lundúnum.
Sameinað ríki Þjóðverja hefur ævinlega verið Bretum þyrnir í augum vegna menningar- og efnahagslegs styrkleika á sama hátt og Norðurríkin voru á sínum tíma. Eftir að Rússar björguðu Norðurríkjunum í borgarastríðinu, hefur Alþjóðaauðvaldið lagt áherslu á að leggja Rússland undir sig. Þriðja tilraunin stendur nú yfir, undirbúin sérstaklega í forsetatíð Barrack Obama, George Bush, Donald Trump og Joseph Biden.
Henry eða Heinz Kissinger (1923-2023) var um langa hríð einn aðalráðgjafa Bandaríkjaforseta um mótun heimsvaldastefnu Bandaríkjanna á okkar méli. Hann lét þau fleygu orð falla, að óvinum Bandaríkjanna væri vissulega hætta búin, en vinátta þeirra væri banvæn.
Þetta raungerist nú í Evrópu. Samfara byltingu á heimavelli byltir Dónaldur heimsmyndinni. Ryan L. Dudley hefur lagt til að kalla þetta (döðlu)pálmabyltingu (persimmon).
Stormsveitarforingi Dónaldar, Elon Musk, hefur nú opinberað aðferðir Bandaríkjanna til heimsyfirráða; áróður, undirróður, efnahagsþvinganir, byltingar, stríð og kollsteypur ríkisstjórna. (Þær voru þó að mestu þekktar áður.)
Krógarnir, EBS og Nató, eru orðnir fjötur um fót á alla lund; Evrópusambandið stjórnast af duglausum kjaftöskum, sem eru nískir á fé til varnarmála og sýna takmarkað frjálslyndi; Nató er bitlaust, herir aðildarríkjanna fámennir og illa búnir. Nató er ekki á vetur setjandi.
Enda þótt Bandaríkjamenn verði nú að sætta sig við, að Rússar hafi lifnað úr litum vonum eftir litskrúðbyltingu (color revolution) þeirra í lok níunda áratugar síðustu aldar, og orðið ofurvopnvætt stórveldi, hefur annað markmið náðst, þ.e. að koma Þýskalandi á vonarvöl og Evrópu reyndar allri.
Bandaríkjamenn hafa náð sams konar undirtökum og eftir aðra heimstyrjöldina, enda þótt nú sjái vonandi fyrir endann á Aðgerð töframætti (Project Alchemy), þ.e. leyndaráætlun bresks áróðurshóps, skipuðum fyrrverandi her- og leyniþjónustumönnum, um að tryggja með öllum ráðum, að ekki yrði samið um frið í Úkraínu.
Bandaríkjamenn eru óumdeilanlega snjallir. Stríðið í Úkraínu háðu þeir, án þess að missa (opinberlega) einn einasta hermann. Góð fjárfesting það, sagði Lindsey Graham, golf- og flokksfélagi Dónaldar Jóns.
Í efnahagsstríðinu fengu þeir einnig góða hjálp frá (hinum) vinum sínum úr skóla Alheimsefnahagsráðsins; Mark Rutte, Jens Stoltenberg, Olaf Scholz, Ursula von der Leyen, Emmanul Macros, Keir Starmer og Rishi Sunak og fleirum. Katrín Jakobsdóttir beitti sér aðallega á menningarsviðinu, þ.e. í kynjastríðinu.
Það er beinlínis spaugilegt að sjá, hvernig Evrópuleiðtogar fjargviðraðst. Ástralski blaðamaðurinn, John Helmer, og sá norski, Pål Steigan, líkja þeim við hauslausar hænur. Svoleiðis landsnámshænur gætu líka verið til á Íslandi.
Þeim er vorkunn. Útsendarar úr hirð Dónaldar hirta Evrópumenn miskunnarlaust. Emmanuel Macron líkir hirtingunni við raflost.
Bandarísku vandlætararnir eru vel máli farnir og sannfærandi, sérstaklega þó JD Vance, varaforseti. Það kom mér á óvart, þegar hann svaraði málefnalega gagnrýni Thomas Fazi á snjalla ræðu sína á Öryggisráðstefnunni í München nýlega. Hann á heiður skilið fyrir það. Það á einnig við um viðbrögð Keith Kellogg við skrifum Glenn Diesen.
Eins og gefur að skilja er þriðja tilraunin til að koma Rússum á kné í brennidepli gagnrýni Dónaldar Jóns og félaga. Áróðurshernaður Vesturveldanna hefur verið á sömu lund og í kalda stríðinu; vondir Rússar ásælast friðsemdarlegar og frjálsar lýðræðisþjóðir Evrópu og vilja leggja þær undir sig, kommagrýlan með öðrum orðum.
Þessi hernaðarrétttrúnaður tók vissulega líka bólfestu í huga Íslendinga. Hann er reyndar álögum líkastur. Þau eru svo sterk, að jafnvel gáfuðustu mönnum er ókleift að losna undan þeim, enda þótt staðreyndir og gild rök ættu að duga.
Ólafur Thors orðaði hættuna skáldlega; vondir Rússar kæmu til að svívirða fjallkonuna og leggja sinn ljóta hramm yfir skaut hennar. (Ólafur hefur vafalaust átt við höfuðskautið, en ekki sköp hennar, enda er vafamál, hvort fjallkonur hafi svoleiðis.) Vernd kvenna er þrástef í stríðsáróðri.
En nú hefur Vladimir Putin eða Vondi-Valdi tekið við hlutverki Adolf Hitler (1889-1945). Honum var beitt í áróðri Gyðingaauðvaldsins gegn Þjóðverjum, sem meira að segja lýsti stríði á hendur þeim. En þegar vindar snerust (þá hafði Dónaldur Jón ekki séð ljósið) varð fjöldamorðinginn, Jósep, besti vinur, fjölmiðlasnyrtur eins og afhausarinn í Sýrlandi. Og almenningur trúði þá eins og nú.
Fleiri fjölmiðlahamskipti eru í deiglunni. Kyntröllið, Keisarinn í Kænugarði, sem íslenskar ráðakonur heimsækja í sífellu, kyssa, klappa og kjassa, á undir högg að sækja.
Volodymyr var í lifanda lífi tekinn í dýrlingatölu og átti greiða leið að hjörtum fólks og pyngju. Enda var hann talinn verndari Evrópu, friðar, lýðræðis, hugrekkis og heilinda.
Nú segir Dónaldur Jón hann versta þrjót og einræðisherra (eins og hann sjálfur hefur greinilega burði til að verða), duglausan, umboðslausan þjóf. Og mæli hann manna heilastur.
Það kastaði þó tólfunum, þegar Keisarinn fyrirskipaði um daginn árás á olíudælustöð í Rússlandi (Caspian Pipeline Consortium), m.a. í eigu bandarísku fyrirtækjanna, Chevon og ExxonMobil. Um leiðslu þessa rennur m.a. sú olía, sem heldur stríðsrekstri Ísraelsmanna, bandamanna Gyðingsins, Volodymyr, gangandi.
(Það yrði of langt mál að rekja aðdraganda innrásar Rússa í Úkraínu og framvindu stríðsins. Mæli með viðbrigðagóðu og aðgengilegu yfirliti Glenn Diesen (1), greinagóðu og víðtæku yfirliti Thierry Meyssan og gagnlegu yfirliti Glenn Greenwald (3).)
(1)https://glenndiesen.substack.com/p/miscalculation-an-autopsy-of-natos?utm_source=post-email-title&publication_id=2670149&post_id=157391748&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email
(2)https://www.voltairenet.org/article221820.html
(3) https://www.globalresearch.ca/pete-hegseth-message-nato-allies/5880110 https://www.youtube.com/watch?v=-TvqmYTM-Gs&list=UUDkEYb-TXJVWLvOokshtlsw&index=1 https://matthewehret.substack.com/p/foreign-interference-five-eyes-nato?utm_source=post-email-title&publication_id=260045&post_id=156503047&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://glenndiesen.substack.com/p/how-nato-provoked-russia?utm_source=post-email-title&publication_id=2670149&post_id=156469433&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://www.lewrockwell.com/2025/02/david-stockman/nato-the-case-to-get-out-now/ https://glenndiesen.substack.com/p/nato-expansionism-and-the-collapse?utm_source=post-email-title&publication_id=2670149&post_id=156358617&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://www.globalresearch.ca/death-nato-richard-c-cook/5878726 https://www.nachdenkseiten.de/?p=127422 https://cynthiachung.substack.com/p/the-ugly-truth-of-operation-gladio-3b5?utm_source=post-email-title&publication_id=309240&post_id=149511381&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://cynthiachung.substack.com/p/operation-gladio-how-nato-conducted https://www.globalresearch.ca/rutte-anti-russian-paranoia-military-spending/5877474 https://glenndiesen.substack.com/p/the-predictable-collapse-of-pan-european?utm_source=post-email-title&publication_id=2670149&post_id=154875021&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://kyivindependent.com/opinion-europe-cannot-fill-the-void-left-by-the-us-in-ukraines-defense/ https://www.indianpunchline.com/ukraine-war-turns-into-absurdist-fiction/ https://realnewsandhistory.com/anyt-12-18-24/ https://www.youtube.com/watch?v=djFjzepbcZA&list=UUkF-6h_Zgf9zXNUmUB-MzTw&index=19 https://steigan.no/2024/07/eu-etter-to-ar-i-krig/?utm_source=substack&utm_medium=email https://steigan.no/2024/07/eu-etter-to-ar-i-krig-2/?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.thomasfazi.com/p/the-eus-propaganda-machine?utm_source=post-email-title&publication_id=560592&post_id=157315867&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://glenndiesen.substack.com/p/eu-elites-are-in-panic-over-the-us?utm_source=post-email-title&publication_id=2670149&post_id=157307667&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://www.thomasfazi.com/p/the-eu-is-dragging-down-the-european?utm_source=post-email-title&publication_id=560592&post_id=156516656&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://unherd.com/2025/02/europe-cant-escape-economic-malaise/?utm_source=substack&utm_medium=email https://unherd.com/newsroom/revolving-wall-street-door-threatens-eu-sovereignty/ https://steigan.no/2024/12/eu-toppen-er-ikke-valgt-mafia-sier-avtroppende-eu-ombudsmann/?utm_source=substack&utm_medium=email https://gilbertdoctorow.com/2024/09/21/europes-authoritarian-unelected-ruler-ursula-von-der-leyen-in-a-growing-dispute-with-nato-leadership/ https://steigan.no/2024/09/europa-pa-randen-av-konkurs/?utm_source=substack&utm_medium=email https://steigan.no/2024/09/det-stille-kuppet-eu-kommisjonens-makterobring/?utm_source=substack&utm_medium=email https://thenextrecession.wordpress.com/2024/06/09/eu-elections-last-chance-saloon-for-unity/ https://www.telegraph.co.uk/business/2016/04/27/the-european-union-always-was-a-cia-project-as-brexiteers-discov/ https://sonar21.com/the-persimmon-revolution-by-ryan-l-dudley/?jetpack_skip_subscription_popup https://sonar21.com/the-european-unions-collective-suicide/?jetpack_skip_subscription_popup https://michelchossudovsky.substack.com/p/us-act-war-european-union-biden-nord-stream-attack?utm_source=post-email-title&publication_id=1910355&post_id=157396915&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://www.youtube.com/watch?v=DJBdPkw1mmk&list=UUDkEYb-TXJVWLvOokshtlsw&index=12 https://gilbertdoctorow.com/2025/02/19/donald-trump-the-gorbachev-of-our-times/ https://www.globalresearch.ca/trump-calls-peace-ukraine-palestinian-exodus-gaza/5880238 https://www.youtube.com/watch?v=xO7XmhssQ28 https://www.youtube.com/watch?v=pz7kfC4SoLY&list=UUkF-6h_Zgf9zXNUmUB-MzTw&index=5 https://www.youtube.com/watch?v=DJBdPkw1mmk&list=UUDkEYb-TXJVWLvOokshtlsw&index=8 https://www.thomasfazi.com/p/my-exchange-with-jd-vance?utm_source=post-email-title&publication_id=560592&post_id=157378020&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://korybko.substack.com/p/ukraine-risks-trumps-wrath-after?utm_source=post-email-title&publication_id=835783&post_id=157376440&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://www.kitklarenberg.com/p/britain-operation-gladios-secret?utm_source=post-email-title&publication_id=552010&post_id=157312085&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://steigan.no/2025/02/ser-vi-begynnelsen-pa-slutten-til-bade-nato-og-eu/?utm_source=substack&utm_medium=email
Bloggfærslur 20. febrúar 2025
Eldri færslur
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021