Alþjóðalög; réttarfar og refskák

(Birtist í vefritinu; Krossgötum.)

”Skýrt brot á alþjóðalögum” hljómar oft og tíðum í eyrum okkar. Það er ekki ýkja langt síðan, að ríkisstjórn Íslands tilkynnti, að innrás Rússa í Úkraínu – sem þeir reyndar kölluðu sérstaka hernaðaraðgerð – væri brot af því tagi. Það þurfti ekki rökstuðnings við.

Því liggur beint við að spyrja, hvað alþjóðalög séu og hvert gildi þeirra sé?

Lena Mjöll Markúsdóttir, skilgreinir alþjóðalög svo:

„Með alþjóðalögum er átt við reglur sem gilda í lögskiptum ríkja, það er samskiptum sem lúta ákvæðum laga. Einnig þær réttarreglur sem gilda um starfsemi alþjóðastofnana. Aðallega er því um að ræða ákvæði alþjóðasamninga, venjur og meginreglur. Ekkert eitt löggjafarþing setur reglurnar heldur eru þær settar af þeim aðilum sem koma að stofnun hvers alþjóðasamnings fyrir sig. Í flestum tilvikum er fullvalda ríkjum í sjálfsvald sett hvaða reglum þjóðaréttar þau kjósa að fylgja, til dæmis hvort þau gerist aðili að tilteknum alþjóðasamningi. … Alþjóðalög, sem einnig kallast þjóðaréttur, eru reglur sem gilda með bindandi hætti í lögskiptum ríkja og einnig þær réttarreglur sem gilda um starfsemi alþjóðastofnana.“

Og ennfremur: „Með alþjóðalögum er aðallega átt við ákvæði þeirra alþjóðasamninga sem ríki eru aðilar að. Ekki er um ákveðið löggjafarþing að ræða, heldur eru reglurnar settar af þeim sem stofnuðu til alþjóðasamningsins hverju sinni. Einnig getur verið um að ræða milliríkjavenjur og meginreglur, sem hafa þó í auknum mæli vikið fyrir ákvæðum alþjóðasamninga, enda eru margir þeirra lögfesting á venjum og meginreglum. Þá má líta á úrlausnir alþjóðlegra dómstóla og landsdómstóla sem alþjóðalög enda slá þeir oft fastri þjóðréttarvenju.“

Um er að ræða tvenns konar þjóðréttarreglur: „Þjóðaréttur skiptist í tvenns konar reglur, almennar reglur þjóðaréttar sem binda öll ríki (lat. jus cogens) og svo aðrar reglur. Undir jus cogens falla meðal annars reglur um bann við árásarstríði, þjóðarmorðum, sjóránum og þrælahaldi. Þegar jus cogens reglum sleppir er fullvalda ríkjum í sjálfsvald sett hvaða reglum þjóðaréttar þau kjósa að fylgja, til dæmis hvort þau gerist aðili að tilteknum alþjóðasamningi.“ [1]

Það hlýtur að vera svo að skilja, að jafnvel þótt ríki sé ekki aðilji að samnings- eða lagagerð, sé það af henni bundið, þyki lagasmiðunum hún falla undir „almennar reglur þjóðarréttar.“ Flestar þjóðir heims hafa sameinast í Sameinuðu þjóðunum, sem er helsti samráðs- og stjórnunarvettvangur þeirra:

„Stofnsáttmáli Sameinuðu þjóðanna (e. Charter of the United Nations) er stofnskrá samtakanna. Ráðstefna um stofnun Sameinuðu þjóðanna var haldin í San Francisco í Bandaríkjunum árið 1945 og lauk henni með undirritun sáttmálans þann 26. júní 1945. Sáttmálinn öðlaðist gildi 24. október sama ár eftir að fastafulltrúar öryggisráðsins höfðu fullgilt hann. Samþykktir Alþjóðadómstólsins í Haag eru óaðskiljanlegur hluti sáttmálans.

Sáttmálinn skiptist í 19 kafla, inngangsorð og formála. Með sáttmálanum eru settar grundvallarreglur í alþjóðlegum samskiptum. Sáttmálinn hefur stöðu þjóðréttarsamnings og eru ákvæði hans ekki lög en hafa þó forgangsáhrif að því leyti að þau ganga framar öðrum þjóðréttarsamningum (samanber 103. gr. sáttmálans).“ [2]

Og ítarlegar enn: „Í sáttmála Sameinuðu þjóðanna er samtökunum falið að taka að sér skráningu og þróun alþjóðalaga. Þeir rúmlega fimm hundruð sáttmálar, milliríkjasamningar og viðmiðanir sem sú vinna hefur skilað, mynda lagaramma sem stuðlar að alþjóðlegum friði og öryggi og efnahagslegri]og félagslegri þróun. Ríki sem staðfesta þessa sáttmála eru lagalega bundin af þeim.“ [3]

Upphafsorð Sáttmálans gefa fögur fyrirheit: „Og ætlum [við, aðildarþjóðirnar,] í þessu skyni; að sýna umburðarlyndi og lifa saman í friði, svo sem góðum nágrönnum sæmir; að efla vinsamlega sambúð þjóða á milli, er byggð sé á virðingu fyrir grundvallaratriði jafnréttis og sjálfsákvörðunarréttar, og gera aðrar hæfilegar ráðstafanir til að styrkja alheimsfrið, …“ [4] (Þessum sáttmála svipar um margt til Sáttmála dýranna í Hálsaskógi.)

Alfred de Zayas er meðal kunnra fræðimanna um alþjóðalög. Hann nam lög í Bandaríkjunum og Þýskalandi, starfaði innan vébanda Sameinuðu þjóðanna og kennir alþjóðarétt. Hann hefur m.a. gefið út bókina „Smíði réttlátrar heimsskipunar“ (Building a Just World Order). Aðra hefur hann í smíðum; „Mannréttindaiðnaðinn“ (The Human Rights Industry).

Alfred bendir á, að stofnskrá Sameinuðu þjóðanna, sé eins konar „stjórnarskrá“ alþjóðasamfélagsins að telja. Þar er viðurkenndur sjálfsákvörðunarréttur þjóða og þjóðabrota, þar með talið valfrelsi um lýðræði. Lagt er blátt banni við innrás í önnur ríki. Á grundvelli ákvæða þessa efnis var t.d. aðskilnaður Slóvaka og Tékka við Tékkóslóvakíu löglegur rétt eins og aðskilnaður sjálfsstjórnarhéraða (oblast, republic) rússneskumælandi íbúa í Úkraínu við úkraínska ríkið.

Í stofnskránni er eftirminnilega kveðið á um þá skyldu að leysa ágreining með friðsamlegum hætti. Öll valdbeiting eða ógn um hana er ólög að telja eins og bann við frjálsri upplýsingaöflun.

Alfred bendir einnig á, að milliríkjasamningar séu bindandi, jafnvel þótt ekki séu færðir í letur eins og t.d. samningar rússneskra og vestrænna ráðamanna um síðustu aldamót, er lúta að þróun Nató, þ.e. að Bandalagið skyldi ekki þanið út til austurs að landamærum Rússlands. Samningur John Fitzgerald Kennedy (1917-1963) og Nikita Khruschchev (1894-1971) um lausn á Kúbudeilunni 1962, voru einnig munnlegir.

Kveðið er á um gildi munnlegra samninga í Vínarsáttmálanum frá 1969 um gerð þjóðréttarsamninga. (Vienna Convention on the Law of Treaties), enda hafði „Alþjóðlegi fastadómstóllinn“ (The Permanent Court of International Justice) úrskurðað 1933, að orð norska utanríkismálaráðherrans, Nils Claus Ihlen (1855-1925) 1919, þess efnis, að Norðmenn myndu ekki andmæla kröfu Dana um yfirráð yfir Austur-Grænlandi, væru gild að alþjóðalögum.

Áratugum síðar eða 1962, staðfesti „Alþjóðalagaráðið“ (International Law Commission) þennan skilning á gildi munnlegra samninga í alþjóðalögum. Bandaríska alþjóðalagafélagið“ (American Society of International Law) komst að sömu niðurstöðu 1997. [5]

Samkvæmt stofnskrá Sameinuðu þjóðanna skulu aðildarþjóðirnar skuldbundnar af samþykktum Öryggisráðsins. En það er misbrestur á því. Nýlegt dæmi er, þegar sendiherra Bandaríkjanna, Linda Thomas Greenfield, lýsti því yfir, að ályktun (resolution), er laut að vopnahléi á Gaza, væri ekki bindandi fyrir Ísrael.

Dómar Alþjóðadómstólsins í Haag (International Court of Justice) hafa heldur ekki meira vægi á alþjóðavettvangi. Ísrael virti að vettugi bráðabirgðadóm þess efnis, að því bæri að forðast þjóðarmorð á Gaza. Síðar var dómurinn þyngdur í þá veru, að Ísraelar skyldu draga herlið sitt til baka frá Rafah. Það fór á sömu leið. [6]

Aukin heldur hlutast Ísraelsmenn, leyniþjónusta þeirra, Mossad, til um störf Alþjóðasakadómstólsins (International Criminal Court). Þessar ofsóknir hófust 2015, í kjölfar þess, að Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna viðurkenndi Palestínu sem aðildarland að samtökunum. Dómstóllinn var stofnaður samkvæmt „Rómarlögunum“ (Rome Statute) frá 1998. [7]

Dómstóllinn hefur látið frá sér fara, að „átt hafi sér stað margvíslegar ógnir og boðskipti, sem líta má á sem óviðeigandi afskipti af starfi hans.“ [8]

Það vekur athygli í þessu sambandi, að Alþjóðasakadómstóllinn hafi meinað Palestínumönnum að verjast með skírskotun til fjórða skjals (protocol) Genfarsáttmálans (Geneva Convention). Alþjóðalög eru annars ótvíræð með tilliti til réttar þjóða, þjakaðra af erlendri áþján eða nýlendukúgun, að grípa til vopna, sbr. ályktun Sameinuðu þjóðanna 37/43 frá 1982. [9]

Það er sömuleiðis eftirtektarvert, að sjálft réttarkerfi Sameinuðu þjóðanna, þ.e. bæði Alþjóðadómstóllinn (International Court of Justice) og Alþjóðasakadómstóllinn (International Criminal Court), hafa látið sem vind um eyru þjóta eða því sem næst, þjóðarmorðið í Palestínu.

Það er beinlínis furðulegt í ljósi þess, að fyrir liggur „Alþjóðlegi sáttmálinn um þjóðarmorð“ (International Genocide Convention), sem kveður m.a. á um skyldu til að koma í veg fyrir þjóðarmorð og refsa fyrir það.

Ansarallah (Houthi - Hútarnir) í Jemen og Hesbolla í Líbanon skírskota til þessara ákvæða í viðleitni sinni til að styðja íbúa Gaza með vopnavaldi. Aðildarþjóðum Sameinuðu þjóðanna rennur blóðið til þeirra skyldu að koma í veg fyrir ódæðisverk eins og stríðsglæpi, þjóðernishreinsanir og glæpi gegn mannkyni. Því er það, að leiðtogar ríkja, sem láta hjá líða að sinna þessari skyldu sinni, gerast brotlegir við alþjóðalög. [10]

Enn fremur mætti ætla, að yfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna, þess efnis, að hernám og innlimum Ísraels á Gólanhæðum og Austur-Jórsölum, sé ómerkur og ólöglegur gjörningur, skipti máli í umfjöllun dómsins. [11]

Í ofangreindum dæmum er um að ræða einstök ríki. En vanvirðing við Stofnskrá eða Sáttmála Sameinuðu þjóðanna á sér einnig stað af hálfu alþjóðasamtaka á borð við Norður-Atlantshafsbandalagið (North Antlantic Treaty Organization - NATO), t.d. við árásirnar á Serbíu, Líbíu, Sýrland, Afganistan og Írak.

Í tilviki Serbíu var um að ræða markvissan grimmdarverkaáróður Bandalagsins í því skyni að villa um fyrir aðildarþjóðunum og Öryggisráðinu, svo lögð yrði blessun yfir loftárásirnar (eins og síðar t.d. á Líbíu). Leiðtogi Serba, Slobodan Milosevic (1941-2006), var sakaður um fjöldamorð á eigin þegnum, sbr. uppspunann um Racak „fjöldamorðin.“ Loftárásir Nató á Líbíu 2011 á grundvelli tilhæfulauss áróðurs um fjöldamorð, var eins konar endurtekning á Serbíuósvinnunni.

Spuninn um fjöldamorðin í Racak var sem sé réttlæting á loftárásum Bandaríkjanna (Nató) á Beógrad. Bill Clinton, sagði [12]:

„Við skulum hafa í huga atburðina í þorpinu, Racak, í janúar s.l. Saklausir karlar, konur og börn, voru numin á brott og neydd til að krjúpa í leðjunni á skurðbarmi, þar sem kúlnaregnið buldi á þeim. Það var ekki vegna þess, að þau hefðu neitt til sakar unnið heldur vegna þess, hver þau voru“ [Albanar í Kosóvó).

Ákvörðun um árás á Serbíu var andstæð samþykktum Sameinuðu þjóðanna og Öryggisráðið lagði ekki blessun sína yfir hana. Þegar Kosóvó lýsti yfir sjálfstæði frá Serbíu þann 17. febrúar 2008, innti Allsherjarþingið Alþjóðadómstólinn (International Court of Justice) álits á grundvelli alþjóðalaga. Svarið var: „Sjálfstæðisyfirlýsingin … brýtur ekki í bága við almenn alþjóðalög.“ Bandaríkin hafa nú umsvifamikla herstöð í Kosóvó.

Nató réðst inn í Írak eins og Serbíu og Kosóvó. Innrásin var sömuleiðis réttlætt á grundvelli lyga um gereyðingarvopn Íraka, m.a. lífefnavopn. Sama gerðu Bandaríkjamenn í Sýrlandi. [15]

Slobodan Milosevic, forsætisráðherra Serbíu, var dreginn fyrir „alþjóðadómstól“ (International Criminal Tribunal for the former Yugoslavia – ICTY) vegna áróðurs Vesturlanda um óhæfuverk; glæpi gegn mannkyni, þjóðarmorð og svo framvegis. Réttarhöldin stóðu í fjögur ár eða þar til að Slobodan lést. Opinber dánarorsök var hjartaáfall. Sjálfur kvartaði hann undan því, að honum væri byrlað eitur. Lyf (rifapicin) fannst í blóði hans tveim mánuðum fyrir andlátið. Honum var meinað að verja sig sjálfur.

Júgóslavíuglæpadómstóllinn var stofnaður og skipaður í maí 1993 á grundvelli samþykktar Öryggisráðsins með skírskotun til sjöunda kafla stofnskrár Sameinuðu þjóðanna. Þetta var fyrsti stríðsglæpadómstóll, sem settur var á stofn, síðan réttað var í Toykíó og Nürnberg vegna stríðsglæpa Þjóðverja og Japana í annarri heimstyrjöldinni. Hann er að mestu fjármagnaður af Nató. Sama máli gegnir um Alþjóðadómstólinn (International Court of Justice). [13]

Dómur Júgóslavíuglæpadómstólsins leiðir hugann að nýrri dómi í tengslum við hernað. Alþjóðasakadómstóllinn (International Criminal Court – ICC) hefur gefið út handtökuskipun á hendur forseta Rússlands, Vladimir Putin, og yfirmanni Barnaréttindaskrifstofu Rússlands (Children‘s Right Commissioner), Maria Lvove-Belova.

Sakarefnið er barnsrán (kidnapping) og útlegð (deportation) barna. Dómstóllinn telur skynsamlega ástæðu til að ætla, að fyrrgreind séu sek. Einkum er skírskotað til skýrslu, sem unnin var af bandarískri stofnun, „Yale lýðheilsuskólanum – mannúðarrannsóknarstofunni“ (Yale School of Public Health – Humanitarian Research Laboratorium). Vísindamenn rannsóknarstofunnar hafa hvorki drepið fæti niður í Rússlandi, né skoðað þær stofnanir rússneskar, sem um ræðir.

Skýrslan var þegar komin hámæli, áður en til umfjöllunar dómstólsins kom. T.d. sagði forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau: „Rússar hafa rænt þúsundum úkraínskra barna. Þetta er þjóðarmorð, hrein og tær nýlendustefna.“

Vanþóknun í garð Rússa vegna innrásarinnar í Úkraínu, þegar þeir léku sama leikinn og Nató í Kosóvó - með skírskotun til greinar 51. í Stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna um sameiginlegar (collective) varnir - varð til þess, að þeir voru reknir úr Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í apríl 2022, jafnvel þótt dómur hefði ekki fallið í „barnsránsmálinu.“ Rússar fylgdu þar með Líbíu. Sendiherra Bandaríkjanna sagði þátttöku Rússa skemma trúverðugleika Ráðsins. [14]

Þess ber að geta, að þegar borgarastyrjöldin í Úkraínu hófst árið 2014, í kjölfar þess, að lýðræðislega kjörinni stjórn var steypt af stóli, að undirlagi Bandaríkjanna, fengu börn frá Donetsk og Lugansk tilboð um skólavist í Rússlandi eða dvöl í æskulýðsbúðum - að sögn Rússa og heimamanna. Sum þeirra hafa verið ættleitt.

Dómstóllinn virðist ekki hafa gefið því gaum, að árásir á börn og almenna borgara sé glæpur gegn mannkyni, samkvæmt Genfar sáttmálanum. Dómur er ekki fallinn í málinu.

Samkvæmt framansögðu er skiljanlegt, að sænski friðarfræðingurinn, Ola Tunander, hafi komist að þeirri niðurstöðu, að stofnskrá Sameinuðu þjóðanna, sjálf stjórnarskráin, sé túlkuð eins og hagsmunaaðiljum eða sigurvegurum í stríði best hentar hverju sinni.

Hollusta og hræsni er í því sambandi auðsæ. T.d. er Rússum legið á hálsi fyrir að hafa hernumið um fimmtung landsvæðis í Úkraínu, en stjórnvöld á Vesturlöndum gera ekki athugasemdir við hernám Bandaríkjanna í Sýrlandi. Það nemur um þriðjungi landsins. Þar er besta landbúnaðarlandið að finna, svo og olíu. Hertekið land Ísraels í Palestínu er jafnvel meira. Þó hefur engin þjóð farið að dæmi Vesturlanda í Úkraínu og vopnvædd Palestínumenn í svipuðum mæli og gert er í Úkraínu.

Það eru óneitanlega mörg álitamálin í alþjóðarétti. Nú, þegar kjarnorkuógn vofir yfir eina ferðina enn, er ekki úr vegi að rifja upp, að Alþjóðadómstóllinn hefur – þrátt fyrir bann Stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna við innrás og ógn – gefið álit í þá veru, að beiting kjarnorkuvopna sé heimil, þegar tilvist ríkis sé ógnað. [18]

Í þessu sambandi ber að nefna, að Bandaríkjamenn hafa sagt upp samningum um takmörkum langdrægra kjarnorkuvopna og rýmkað skilyrði fyrir beitingu þeirra. Rússar segjast einungis beita kjarnavopnum, verði tilvist þeirri ógnað.

Í aldarfjórðung hafa Rússar reynt að koma Vesturlöndum í skilning um þá ógn, sem þeir telja, að fyrir hendi sé. Þeir hafa talað fyrir daufum eyrum. Rússum stafar sérstök ógn af útþenslu Nató að landamærum sínum. Útþenslan er samkvæmt munnlegum samningum við ráðamenn Vesturlanda, brot á alþjóðalögum. Ráðstjórnarríkin/Rússar stóðu við sinn þátt í samkomulaginu, drógu herlið sitt til baka frá Þýskalandi.

Vestrænir leiðtogar hafa ekki gengið gruflandi að því, hvernig Rússar myndu túlka aðild Úkraínu að Nató. Angela Merkel, sem síðar sveik báða Minsk friðarsamninganna, sagði t.d., að Rússar myndu túlka slíkan gjörning sem „stríðsyfirlýsingu.“ Minsk II samningurinn var fullgildur samningur að alþjóðalögum, sem Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafði lagt blessun sína yfir. Vesturveldin gerðust því brotleg við alþjóðalög með því að hunsa samninginn, svo vopnvæða mætti Úkraínu.

Joseph E. Hilbert, bandarískur hershöfðingi, sagði: “Stærstu mistök Rússa voru að veita okkur næði til að undirbúa [stríðið].“ Þessi orð féllu 4. maí 2022, rúmri viku, eftir innrás Rússa í Úkraínu. Brotaviljinn virðist augljós. Orð í sömu veru hafa hrotið úr munni Francois Holland, en Frakkar og Þjóðverjar voru beinir aðiljar að samningunum.

Það ætti að vera morgunljóst, að staðsetning vopna við landamæri Rússa, væru „ógn við friðinn,“ sem er ólöglegt háttalag samkvæmt stofnskrá Sameinuðu þjóðanna. Það er líka starfsemi lífefna- lífvopnarannsóknarstofa í grannríkjunum. En Bandaríkjamenn, „Varnarskrifstofan,“ (Defense Threat Reduction Agency) hafði staðsett einar 46 slíkar í Úkraínu (og fleiri í Georgíu og Kasakstan).

(Slíkar rannsóknastofur eru líka staðsettar í grennd við Kína; Víetnam, Taílandi og Laos. Sjá bók Robert P. Kadlec: „Vígvelli framtíðarinnar“ (Battlefield in the Future), þar sem hann færir rök fyrir því, að lífefnavopn kynnu að vera öflugri en kjarnavopn.)

Bandarískir lögfræðingar hafa sömuleiðis túlkað staðsetningu vopna í grennd við landamæri sem ógn við öryggi grannþjóðar og í því sambandi skírskotað til 51. greinar stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna um rétt til sjálfsvarnar, þar sem um væri að ræða „ógn við friðinn.“ Við slíkar aðstæður væri jafnvel réttlætanlegt að verða fyrri til, gera „varnarárás“ (pre-emptive strike), en það var einmitt það, sem Þjóðverjar gerðu gagnvart Holllandi, Belgíu og Frakklandi, þegar Bretar höfðu safnað liði til árása í annarri heimstyrjöldinni. Sama átti við um Rússa síðar.

Sjálfsákvörðunarréttur þjóðar í öryggismálum takmarkast af rétti annarra þjóða til öryggis, þ.e. öryggi einnar þjóðar getur ekki orðið á kostnað annarrar. Um þetta hefur verið fjallað af Palme-ráðinu um sameiginlegt öryggi (Palme Commission on „Common Security“ ) 1982 og Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (Organization for Security and Co-operation in Europe – OSCE), sbr. „Parísartofnskrána fyrir hina nýju Evrópu“ (Charter of Paris for a New Europe), sem undirrituð var af öllum þar til bærum þjóðum 1990. Í samningi Nató og Rússlands (NATO-Russia Founding Act) frá 1997 er kveðið á um evrópska þróun, án tálmanna. [16]

Því miður er enn af mörgu að taka, þegar brenglað alþjóðaréttarkerfi er annars vegar, eins og t.d. réttarhöld sigurvegaranna í annarri heimstyrjöldinni (Nürnberg og Tokíó) og réttarhöldin vegna stríðsglæpa í Rúanda. Þau stjórnuðust einnig af refskák stjórnmálamanna og hagsmunaaðilja. [17]

Niðurlag: Ég brosi stundum að blessuðum barnabörnunum, þegar þau bjóða mér að taka þátt í hinum og þessum leikjum. Það bregst varla, að leikreglur taki breytingum eftir öðrum torræðum reglum – sérstaklega, sé ég sigurstranglegur. Þau bera óhjákvæmilega sigurorð af mér, þeirra er nefnilega leikvaldið.

Leikurinn á heimssviðinu er svipaðs eðlis, en afleiðingarnar stundum skelfilegar. Sigurvegararnir eða valdhafarnir setja eða túlka leikreglur, refsa og kúga – meira eða minna, án tillits til alþjóðalaga.

Valdið yfir hugum manna, frásagnarvaldið og vitundariðnaðurinn, gerir iðulega gæfumuninn. Það virðist í meginatriðum eiga við á báðum (virkum) vígstöðvum Bandaríkjamanna (og Nató); Úkraínu og Palestínu/Ísrael. [1]

https://www.visindavefur.is/svar.php?id=65825 [2] https://www.evropuvefur.is/svar.php?id=65515 - Evrópuvefurinn: Alþjóðadómstóllinn í Haag (evropuvefur.is) [3] https://unric.org/is/altjoealoeg/ [4] https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/althjodamal/um-althjodastofnanir/sattmali-sth/ [5] https://www.youtube.com/watch?v=21h_2RyQKRU [6] https://www.voltairenet.org/article220965.html [7] https://www.icc-cpi.int/sites/default/files/2024-05/Rome-Statute-eng.pdf [8] https://english.almayadeen.net/articles/analysis/mossad-and-its-network-of-little-helpers--the-sayanim [9] International Law Guarantees Palestinians the Right To Resist - Palestine Chronicle- Israeli occupation and international humanitarian law - Conf. of High Contracting Parties to 4th Geneva;Convention - Paper by Palestine/Non-UN document - Question of Palestine - https://michelchossudovsky.substack.com/p/when-the-lie-becomes-the-truth-israel?utm_source=profile&utm_medium=reader2 [10] https://www.declassifieduk.org/icc-must-investigate-british-ministers-for-complicity-in-gaza-war-crimes/ [11] https://www.britannica.com/summary/international-law [12] HC 119 Libya: Examination of intervention and collapse and the UK's future policy options (parliament.uk) - https://www.rferl.org/a/1066617.html -https://covertactionmagazine.com/2024/06/05/declassified-bbc-and-mi6-kosovo-war-propaganda-blitz/?mc_cid=5bdc61cfef&mc_eid=5cd1ec03b1 - The CIA's Racak ‘Massacre’ Hoax - by Kit Klarenberg - Serb killings 'exaggerated' by west | World news | The Guardian - Milosevic et al. "Kosovo" - Second Amended Indictment (icty.org) [13] Sri Lanka Get Ready: Lessons from Tribunal against Yugoslavia | sinhalanet.net [14] The UN Human Rights Council is a Farce, It Has Hurt Its Credibility – The Expose (expose-news.com) [15] Fact Sheet on WMD Threat Reduction Efforts with Ukraine, Russia and Other Former Soviet Union Countries > U.S. Department of Defense > Release [16] https://www.foreignaffairs.com/reviews/capsule-review/1982-09-01/common-security-blueprint-survival - https://www.osce.org/files/f/documents/0/6/39516.pdf - https://www.nato.int/cps/su/natohq/official_texts_25468.htm - https://olatunander.substack.com/p/did-russia-violate- nternational?utm_source=post-email-title&publication_id=1510517&post_id=137593937&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&utm_medium=email -https://olatunander.substack.com/p/did-russia-violate-international-e3a?utm_source=post-email-title&publication_id=1510517&post_id=137602027&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&utm_medium=email https://olatunander.substack.com/p/did-russia-violate-international-875?utm_source=post-email-title&publication_id=1510517&post_id=137616294&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&utm_medium=email [17] https://corbettreport.substack.com/p/the-rwandan-genocide-is-a-lie?utm_campaign=email-half-post&r=ry8jq&utm_source=substack&utm_medium=email [18] 7497.pdf (icj-cij.org) -


Vitfirringarnir þrír í Miðausturlöndum. Fjöldasjálfsmorðið í Ísrael

Skýrsla, unnin af ísraelska hernum, leiðir í ljós, að dráp hersins á eigin borgurum við innrás Hamas í Ísrael í fyrra, voru snöggtum viðameiri, en ætlað var í fyrstu, þ.e. einkum vegna svokallaðrar “Hannibal tilskipunar.” Hún segir að drepa skuli ísraelska borgara í stað þess að láta taka þá til fanga. Skýrslan kemur ekki út fyrr eftir nokkrar vikur.

Ísraelska hernum gengur bölvanlega að vinna bug á Hamas á Gaza. Jafnvel inni í Rafah sjálfri verða Ísraelar fyrir skakkaföllum. En morð á óbreyttum borgurum halda áfram. Þeir eru skotnir, sprengdir og sveltir til bana.

Nú hafa Suður-Kóreumenn bæst í hóp þeirra, sem ofbýður grimmdin, og stefna Ísraelum fyrir stríðsgæpadómstólinn.

En stríðsvitringarnir þrír, Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra, Yoav Gallant, varnarmálaráðherra, og Beazalel Smotrich, fjármálaráðherra, berja stríðsbumburnar, þrátt fyrir það. Þeir gefa ljóslega í skyn, að senn dragi til alvarlegra tíðinda í Líbanon. Innrás sé yfirvofandi. Endurtaka á ævintýrið frá 2006.

Ofangreindir vitringar fá, í kæru Suður-Kóreu, félagsskap af forsetanum, Isaac Herzog, varnarmálaráðherranum, Herzi Halevi, utanríkismálaráðherranum, Israel Katz, og þjóðaröryggisráðherranum, Itamar Ben Gvir.

Þetta er að sönnu föngulegur hópur vitskertra stríðsmanna, sem eru dyggilega studdir af Vesturlöndum og hvattir til frekari drápa.

Brjálæðingurinn, Bezalel, er einstakur í sinni röð. Fyrir skemmstu lagði hann til, að stofna skyldi nýtt þorp landtökumanna á Vesturbakkanum, fyrir hverja nýja viðurkenningu á tilvist ríkis Palestínumanna.

Bezalel ætti að fara að dæmi foringja síns, Brjálaða-Bensa barnamorðingja, frelsishetju íslenskra aðdáenda Ísraelsstjórnar. Hann leitaði nefnilega til geðlæknis. Það fór þó ekki betur en svo, að geðlæknirinn, Moshe Yatom, framdi sjálfsmorð, meðan Benjamin var blóðugur upp að öxlum við dráp á eigin landsmönnum og Aröbum. Í kveðjubréfi geðlæknisins stóð, að Benjamin „hefði drepið í honum lífsviljann.“

„Í ránum felst björgun, í aðskilnaði (apartheid) frelsi. Aðgerðasinnar í þágu friðar eru hryðjuverkamenn, morð er vörn, rán er löghlýðni, Palestínumenn eru Jórdanir, landtaka er frelsun. Öfugmælunum eru engin takmörk sett.“ Svo mælti geðlæknirinn, Moshe, um sjúkling sinn um níu ára skeið, Benjamin Netanyahu.

Ísraelar hugsa Hisbolla þegjandi þörfina. Þeir njóta einróma stuðnings G7 ríkjanna (og Nató í raun) og hernaðarlegs stuðnings Frakka, Breta og Bandaríkjamanna. Þeir tveir síðastnefndu hafa þegar sent hermenn inn á Gaza og, ásamt Frökkum, tekið þátt í lofthernaði.

Stríðið í Gaza er orðið að tilraunavígvelli fyrir prófun og þróun nýrra vopna vígtólaiðnaðarins, rétt eins og í Úkraínu. Hernaðarsérfræðingar – jafnvel úr hópi bandarískra herforingja – vara við feigðarflani í Líbanon.

Andspyrnuhersveitir í Írak og Jemen heita Líbönum aðstoð. Það eru jafnframt verulega líkur á því, að Íranir dragist beint inn í slík átök. Að baki Írönum og Sýrlendingum standa Rússar.

Herstöð Breta á Kýpur, en enn þá eiga þeir um 4% eyjunnar, yrði vafalítið sprengd í tætlur. Það er viðbúið, að Tyrkir myndu ekki sitja þegjandi hjá, en grunnt er á því góða, eftir að Bandaríkjamenn bundu trúss sitt við kúrdískar uppreisnarsveitir, sem herja á Tyrki.

Ástarsamband Tyrkja við Vesturveldin er harla rytjulegt orðið. Þeir halda stöðugt fram hjá og gera nú glingrur við BRICS, þreyttir orðnir á biðsölum Evrópusambandsins. Tyrkir leita nú einnig hófanna í Asíu, t.d. eiga viðræður sér stað við Shanghai samvinnuráðið (Shanghai Cooperation Council (SCO) og Samtök þjóða í suðaustur Asíu (Association of South East Asian Nations – ASEAN). Það skynsamlegt að hafa í huga, að Tyrkir eru eitt mesta herveldi Evrópu með annan fótinn í Asíu.

Herskipafloti Bandaríkjamanna, úti fyrir ströndum Levantíu, yrði upplagt skotmark, ef þeir voguðu sér að berjast með Ísraelsmönnum. Sama má um herstöðvar þeirra segja í Írak, Jórdaníu og Sýrlandi. Bandaríkjamenn styrkja nú herstöðvar sínar þar og olíustuldurinn heldur áfram.

Vitfirringarnir virða að vettugi ráð og ábendingar hinna skynsömustu meðal liðsmanna sinna, sem segja það óráð og feigðarflan að ráðast til atlögu við Hisbolla í Líbanon. Sneypuför þeirra yrði afdrifaríkari nú en 2006. Hisbollah hefur meira að segja birt opinberleg hnit að skotmörkum sínum í Ísrael. Einn herforingja þeirra hefur afdráttarlaust kallað slíka innrás fjöldasjálfsmorð.

Bandaríski blaðamaðurinn, Chris Hedges, sem mælir á arabísku, og hefur dvalið langdvölum í Miðausturlöndum, segir:

„Sál Ísraela hefur eitrast í geðveiki stöðugra styrjalda. Hún hefur beðið siðferðilegt tjón af helgun fórnarlambshyggjunnar, sem réttlætt hefur hernám. [Það] er illræmdara en aðskilnaður kynþátta í Suður-Afríku (apartheid). Lýðræðinu – sem reyndar hefur ævinlega bara verið fyrir Gyðinga – var stolið að öfgasinnum, sem keyra samfélagið í átt að fasisma. … Skólakerfið er innrætingarstöð fyrir herinn, [innrætingin] byrjar í leikskóla.“

Hinn almenni Gyðingur virðist dáleiddur af umræddum vitfirringum. Merkur sagnfræðingur, Isreal Shahak (1933-2001), ísraelskur að þjóðerni, lýsti í bók sinni „Sögu Gyðinga, Gyðingtrú; þunga hinna þrjú þúsund ára“ (Jewish History, Jewish Religion: The Weight of 3.000 Years), sem kom út 1986, hefðbundnum Gyðingdómi sem alræðisáætlun í þágu tiltölulega fárra auðkýfinga meðal Gyðinga.

Höfundur segir almúga Gyðinga hafa verið „undir hæli presta og auðugra leiðtoga frá annarri öld fram á þá átjándu.“ Það virðast þeir enn vera eins og stofnun Ísraelsríkis raunar ber vitni um. Það var (og er að töluverðu leyti) fjármagnað af alþjóðlegu Gyðingaauðvaldi með Rauðskjöldunga (Rothschild) í broddi fylkingar.

Annar mætur Gyðingur, Yeshayahu Leibowitz (1903-1994), sem heimspekingurinn og Gyðingurinn, Isaiah Berlin (1909-1997), kallaði „samvisku Ísraels,“ varaði við því, að ríki og kirkja hefðu ekki verið aðskilin í Ísrael. Hann varaði einnig við því að ljúka ekki hernáminu. Að öðrum kosti væri hætta á því, að Ísrael þróaðist yfir í fasískt og spillt prestaríki. Þegar svo væri komið – og því miður reyndist Yeshayahu sannspár – ætti „Ísraels ekki tilvistarrétt og væri ekki þess virði að varðveita.“

Ísraelski blaðamaðurinn, Mordechai Motti Gilat, kallar vitfirringahópinn, sem Ísrael stjórnar, raðmorðingja. Enda flýja Ísraelar, hver sem betur getur. Drjúg hálf milljón hefur flúið síðustu mánuði. Mordechai bendir á, að upplausn Ísraels sé hafin.

Upplausn og hnignun Ísraelsríkis er einn af mörgum váboðum fyrir nýlenduveldin. En stofnun Ísraelsríkis var einmitt örvæntingarfull viðleitni þeirra til að drottna í veröldinni; síðasta nýlenduríkið.

Margmiðjuveröld (multi-polar) er í burðarliðnum. Því miður bera Íslendingar ekki gæfu til að stuðla að friðsemdarlegri og sanngjarnari veröld. Rislitlir stjórnmálamenn þeirra eru upp til hópa þekkingarlega vanburðugir, áróðursblindaðir og skammsýnir.

Íslendingar sitja því hrollkaldir eftir í frosnu fúafeni kalda stríðsins nýja, meðan síðasta heimsveldið engist sundur og saman í dauðateygjunum.

https://archive.org/details/IsraelShahakJewishHistoryJewishReligionTheWeightOfThreeThousandYears https://steigan.no/2024/06/usa-forsterker-okkupasjonsbasen-i-det-nordostlige-syria/?utm_source=substack&utm_medium=email https://harici.com.tr/en/hakan-fidans-building-of-the-turkish-axis-china-russia-and-the-brics/ https://steigan.no/2024/06/nato-medvirker-til-israels-folkemord-i-palestina/?utm_source=substack&utm_medium=email https://x.com/MiddleEastEye/status/1768168696013275237 https://www.bloomberg.com/news/articles/2024-06-25/turkish-frustration-with-eu-talks-is-prompting-outreach-to-brics https://steigan.no/2024/06/tyrkia-misfornoyd-med-eu-og-snakker-om-a-slutte-seg-til-brics/?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.youtube.com/watch?v=hMLxjZ4ZUPI https://informationclearinghouse.blog/2024/06/14/fbi-whistleblower-exposes-israels-chokehold-on-american-politics/15/ https://informationclearinghouse.blog/2024/06/14/fbi-whistleblower-exposes-israels-chokehold-on-american-politics/15/ https://rumble.com/v51bo7l-breaking-history-ep-49-geopolitical-updates.html?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.urmedium.net/c/presstv/129847 https://gilbertdoctorow.com/2024/06/16/censored-press-tv-discussion-today-of-unrwas-report-that-50000-children-across-the-gaza-strip-are-suffering-from-acute-malnutrition/ https://chrishedges.substack.com/p/neros-guests?utm_source=post-email-title&publication_id=778851&post_id=145690355&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://www.declassifieduk.org/the-british-israeli-soldiers-at-risk-of-gaza-war-crimes-probe/ https://www.youtube.com/watch?v=iXD8t7gYpTo https://www.declassifieduk.org/the-british-spy-squad-assisting-israel-as-it-bombs-gaza/ https://steigan.no/2024/06/idf-israel-ma-avslutte-rafah-angrepet-for-a-konfrontere-hizbollah-i-nord/?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.jpost.com/breaking-news/article-806511 https://informationclearinghouse.blog/2024/06/16/serial-criminals-rule-israel-thats-where-the-collapse-begins/17/ https://www.newarab.com/news/israel-crisis-netanyahu-accuses-ben-gvir-state-leaks https://steigan.no/2024/06/mediehype-og-militaere-tabber-den-britiske-rollen-i-gaza/?utm_source=substack&utm_medium=email https://steigan.no/2024/06/idf-rapport-fant-flere-tilfeller-av-drap-pa-egne-i-forbindelse-med-7-oktober/?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.haaretz.com/israel-news/2024-06-20/ty-article/.premium/israeli-official-warns-power-grid-not-prepared-for-war-with-hezbollah/00000190-361c-d1b6-a19d-b7ffa7900000 https://steigan.no/2024/06/idf-netanyahus-mal-om-a-eliminere-hamas-er-uoppnaelig/?utm_source=substack&utm_medium=email https://steigan.no/2024/06/fn-israelske-myndigheter-ansvarlig-for-forbrytelser-mot-menneskeheten/?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.declassifieduk.org/battle-tested-in-gaza-britains-next-drones/ https://steigan.no/2024/06/det-israelske-militaeret-kjente-til-hamas-planer-for-7-oktober-sier-rapport/?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.middleeasteye.net/news/israeli-army-knew-hamas-plans-report-finds https://english.almayadeen.net/articles/analysis/mossad-and-its-network-of-little-helpers--the-sayanim https://www.haaretz.com/israel-news/2024-06-18/ty-article/report-new-evidence-reveals-idf-had-detailed-prior-knowledge-of-hamas-plan-to-raid-israel/00000190-2afb-d2de-af9e-6ffbdf700000?fbclid=IwZXh0bgNhZW0CMTEAAR2HVLijphaj8WzIO1gDhXPybV1b-0OI9lcd0yNV6deBXMLig8nJ5yeOTO8_aem_ZmFrZWR1bW15MTZieXRlcw https://www.youtube.com/live/SJGieB7rfgg https://www.declassifieduk.org/how-mainstream-media-ignores-uk-military-support-for-israel/ https://www.commondreams.org/news/israel-settlements-west-bank https://www.trtworld.com/middle-east/over-550000-israelis-flee-country-amid-gaza-war-data-shows-18176225 https://www.presstv.ir/Detail/2024/06/24/728043/Resistance-groups-fight-Hezbollah-ranks-Israel https://informationclearinghouse.blog/2024/06/24/ray-mcgovern-mossad-in-the-pentagon/13/ https://www.youtube.com/live/SJGieB7rfgg https://steigan.no/2024/06/sor-korea-reiser-sak-mot-israel-for-krigsforbrytelser-i-gaza/?utm_source=substack&utm_medium=email https://thegrayzone.com/2024/06/21/israeli-army-friendly-fire-october-7/ https://www.globalresearch.ca/psychiatrist-benjamin-netanyahu-commits-suicide/5859368


Bloggfærslur 27. júní 2024

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Júní 2024

S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband