RÚV flytur okkur í belg og biðu fréttir frá Georgíu, þ.e. les fréttaskeyti og sýnir myndir frá vestrænum fréttaveitum. Þar bergmála m.a. CIA áróðursstofnanir á borð við „Radio Free Europe“ og „Liberty.“ Þær voru settar á stofn í kalda stríðinu. Þar að auki er orðin til samsteypan „Trusted News Initiative,“ sem RÚV er hluti af. Þessi upplýsingahernaður eða vitundariðnaður er greinilega hluti af íslenskri utanríkisstefnu með Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur Kristilega jafnaðarmannaflokksins í aðalhlutverki.
RÚV hefur ekki burði til að setjaatburðarrásina í samhengi. Skilningur þess nær varla lengra en sem nemur Rússagrýlunni eða Rússaandúðinni, enda skilst mér að þulir séu lélegir rannsóknarblaðamenn á RÚV. (Igor Shafarevich hefur skrifað ágæta ritgerð um Rússafælni (Russophobia)). Því er það, að málið, í huga fréttaskeytalesara RÚV, snýst um löggjöf, sem kynni að vera runnin undan rifjum Vonda-Valda og stefnir lýðræði og frelsi Georgíumanna í hættu.
Löggjöfin snýst um skyldu til að gera opinberar upplýsingar um erlendan fjárstuðning til félagasamtaka, nemi hann fimmtungi eða meira af rekstarfjármagni. Slík löggjöf hefur verið sett í Kyrgistan og í Rússlandi, að bandarískri fyrirmynd, þ.e. American Foreign Agents Registration Act, frá 1938. Meira að segja Norðmenn hafa svipuð lög í undirbúningi.
Mótmælin bera öll merki nýrrar litskrúðsbyltingar (color revolution), sem Bandaríkjamenn (og Nató) hafa stundað víða um Austur-Evrópu (og í Norður-Afríku og fyrir botni Miðjarðarhafs, að ógleymdu Íran). Hrinan byrjaði í Rússlandi á níunda áratugi síðustu aldar. Markmiðið var - eins og ævinlega fyrr og síðar - að tryggja lýðræði og frelsi.
En það gleymist iðulega að geta þess, að um sé að ræða yfirlýsta utanríkis- eða heimsveldisstefnu Bandaríkjanna gagnvart Rússlandi, þ.e. að búta Rússland niður í frumeindir, ná yfirráðum yfir auðlindum þess, og eyðileggja tengslin við aðrar þjóðir. Þetta á t.d. við um Varnarsamtök Evróasíu (Collective Security Treaty Organization – CSTO).
Þegar Vonda-Valda og stuðningsmönnum tókst að stöðva frekari eyðileggingu Rússlands og sambandsríkja þess, gerðu Bandaríkjamenn harða atlögu að Georgíu. Þar átti sér stað svokölluð Rósabylting, árið 2003, undanfari byltingarinnar í Úkraínu. Bandaríkjamenn (og Nató) hafa einnig reynt fyrir sér í Serbíu, Hvíta-Rússlandi og víðar.
Eduard Shevardnadze (1928-2014) var hrakinn frá völdum í Rósabyltingunni og við tók leppur Vesturlanda, Mikheil Saakashvili, sem situr nú í fangelsi í Georgíu, eftir skrautlegan hrakfaraferil í Úkraínu og víðar, ærunni rúinn. Úkraínumenn dubbuðu hann meira að segja upp til borgarstjóra Odessa.
Litskrúðsbyltingin í Georgíu virðist fjármögnuð af svokölluðum óopinberum félagasamtökum (non-governmental organization). Um 90% þeirra eru fjármagnaðar erlendis frá. Í hinni smáu Georgíu með 3.7 milljónir íbúa, eru hvorki meira né minna en 20.000 slíkra samtaka eða ein samtök fyrir hverja 148 íbúa. Leyniþjónustur erlendra ríkja – ekki síst Bandaríkjanna (National Endowment for Democracy) – eru þar fyrirferðarmiklar. Á árinu 2021 studdi sú bandaríska 21 slík samtök í Georgíu. Stuðningurinn nemur 85 milljónum dala, fram að þessu.
Sjóðir mannvina eins og George Soros, láta sitt ekki eftir liggja, t.d. Open Society Foundation. Sú stofnun er annáluð fyrir undirróður og áróður víða. T.d. í Úkraínu, þar sem tvær litskrúðsbyltingar hafa verið gerðar, að undirlagi bandarísku leyniþjónustunnar og Nató. Beitan fyrir almenning var sú sama og nú í Georgíu; frelsi, lýðræði, aðild að Nató og Evrópusambandinu.
Þessari aðferð er sömuleiðis beitt í Armeníu. Þar róa Vesturveldin á gruggug mið, leitast við að spilla samstarfi Armena við Aserbædsjan og aðra nágranna, m.a. Rússa.
Eftir Rósabyltinguna öttu Vesturveldin Georgíumönnum til að ráðast inn í sjálfsstjórnarhéruðin, Suður-Ossetíu (Ossetia) og Abkasíu (Abkhazia), og drepa þar m.a. rússneska friðargæsluliða, sem störfuðu í alþjóðlegri friðargæslusveit.
Mér er ekki örgrannt um, að fyrir Bandaríkjamönnum og Nató vaki að tryggja landleið til Armeníu, þar sem þeir ota sínum stríðstota. Landleið má reyndar finna gegnum Tyrkland, en Erdogan getur verið óþægur ljár í þúfu og tvöfaldur í roðinu gagnvart Bandaríkjamönnum, sem stundum etja ISIS málaliðum sínum gegn Tyrkjum.
Líklega stafar Georgíumönnum mestri hættu af eigin þjóðernisfasistaher (Georgian Legion). Hann hefur m.a. barist við hlið nasistaherdeildarinnar, Azov, í Úkraínu. Hermenn hennar eru kunnir að grimmd og óhæfuverkum, m.a. fjöldaaftökum á rússneskum föngum.
Foringi þeirra er Mamuka Mamulashvili. Herinn er fjármagnaður af erlendum öflum og því skiljanlegt, að georgískur almenningur megi ekki af því vita. Þjóðernisfasistarnir hafa komið njósnurum sínum fyrir í stjórnkerfi Georgíu og sitja á svikráðum við löglega kjörna stjórn. Mamuka er aufúsugestur í bandaríska þinginu.
https://apps.dtic.mil/sti/tr/pdf/ADA335121.pdf https://www.globalsecurity.org/military/world/int/csto.htm The Color Revolution Model: An Exposé of the Core Mechanics | (syncreticstudies.com) https://steigan.no/2023/06/mikheil-saakasjvili/?utm_source=substack&utm_medium=email Organizations Funded by the U.S. National Endowment for Democracy (NED) – Swiss Policy Research (swprs.org) https://steigan.no/2024/05/usa-har-det-men-finansierer-oppror-i-georgia-nar-de-ogsa-vil-ha-det/?utm_source=substack&utm_medium=email https://korybko.substack.com/p/the-west-simply-shrugged-as-rioters?utm_source=post-email-title&publication_id=835783&post_id=144230467&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://www.globalpolitics.se/usa-har-lag-mot-utlandsk-finansiering-av-ngo-sedan-1938-men-forsoker-hindra-georigien-att-ha-samma-lag/ https://korybko.substack.com/p/the-georgian-state-security-service?utm_source=post-email-title&publication_id=835783&post_id=144461146&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email The Color Revolution Model: An Exposé of the Core Mechanics | (syncreticstudies.com) https://www.voltairenet.org/article220781.html https://korybko.substack.com/p/the-2008-georgian-conflict-was-the?utm_source=substack&utm_medium=email https://korybko.substack.com/p/will-zelensky-become-the-new-saakashvili?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.rt.com/russia/557932-russia-claims-eliminate-mercenaries/ https://thegrayzone.com/2022/04/08/lawmakers-georgian-warlord-war-crimes-ukraine/ https://www.globalresearch.ca/georgian-protests-another-chapter-color-revolution-playbook/5813537?utm_campaign=magnet&utm_source=article_page&utm_medium=related_articles https://www.globalresearch.ca/georgia-protest-foreign-agents-registration/5856812
Bloggfærslur 17. maí 2024
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021