Ég hef áður lýst yfir aðdáun minni á bandaríska blaðamanninum, Whitney Webb. Hún er vandvirk, óljúgfróð og skilmerkileg. Hæfileiki hennar til greiningar og samþættingar, áamt afburða heildarsýn, er einstakur.
Whitney vann það afrek að skrifa bókina, Fjárkúgaða þjóð (One Nation under Blackmail) um áhrif auðvalda og (annarra) glæpamanna á stjórn bandarísku Samfylkingarinnar eða Einingarflokksins (uniparty). Þar má í sjálfu sér einu gilda hvor ræður ríkjum, Lýðræðisflokkurinn (Demókratar) eða Lýðveldisflokkurinn (Repúblikanar). Auðjöfrarnir stjórna. Flestir gera nú út frá Silicon Valley, þegar þeir ráða ekki ráðum sínum í Davos á fundum Alheimsefnahagsráðsins (World Economic Forum). Við hné þeirra hafa numið að minnsta kosti þrír forsetaframbjóðendur á Íslandi; Katrín og Höllurnar tvær.
Auðjöfrarnir eru hinir raunverulegu stjórnendur Vesturlanda. Alheimsefnahagsráðið og Sameinuðu þjóðirnar eru eins konar framkvæmdaaðiljar fyrir áætlun þeirra, sem m.a. birtist í sjálfbærnimarkmiðunum 2030, sem íslenska ríkisstjórnin stefnir svo markvisst að.
Alheimsefnahagsráðið vill fækka fólki umtalsvert með ýmsum ráðum, herða snjalleftirlit, innleiða bankastýrða rafmynt, hirða eignir almennings og loka inn í stundarfjórðungsborgum eða -hverfum. Þar á það að leggja sér til munns pöddur og jafnvel hvert annað til að hlífa náttúrunni.
Hér er sérstaklega fjallað um menningarhrunið og eyðingu þjóðríkjanna. Þau skulu skiljanlega víkja. Í staðinn kemur eins konar Alheimssambandsríki auðfélaga. Eins og sagði er Alheimsefnahagsráðið eins konar framkvæmdastjórn. G7 ríkin hafa opinberlega falið Ráðinu þetta hlutverk.
Sótt er að þjóðmenningunni innan frá og utan. Eyðilegging menntunar, gilda og kyns, svo og úlfúð milli kynjanna, eru dæmi um aðsókn innan frá. Dæmi um aðsókn utan frá er framsal fullveldis til alþjóðastofnanna, veirufár og hömlulaus innflutningur flóttamanna, sem sömu aðiljar framleiða með stríðum sínum allt um kring.
Hérna beina Whitney og viðmælandi hennar, Jimmy Dore, sérstaklega sjónum að ástandinu í Bandaríkjunum. Í því sambandi er komið inn á umræðuna um snjalllandamærin eða snjallvegginn (smart wall).
Snjalllandamærin fela í sér skráningu lífauðkenna, þ.e. upplýsingar um séreinkenni hvers og eins, sem felld verða inn í eins konar snjallvegabréf með öðrum upplýsingum eins og um heilsufar, bólusetningar og fleira. Örmerkingar manna, þ.e. gagnaflögu skotið í arm, eru þegar hafnar á Vesturlöndum. Snjallvegabréfið eða skilríkin eru í undirbúningi á vegum einstakra ríkisstjórna og Evrópusambandsins. Alþjóðalögreglan, Interpol, mun hafa yfirumsjón með vegabréfinu. Bjarni Benediktsson segir þetta í þágu fólksins eins og Jón Gunnarsson og ríkislögreglustjóri afbrotavarnirnar (pre-crime).Eftirlitsríkið styrkist stöðugt í sessi.
Tækninni fleygir fram. Gervigreindin er þegar prófuð m.a. í stríðinu á Gaza, sem er eins konar rannsóknarstofa eftirlitsauðjöfranna. Ísraelar eiga nána samvinnu við Silicon Valley. Á Gaza miðar tæknin út fórnarlömb sprengjuheimsókna. Á landamærum skal hún miða út óæskilega einstaklinga.
https://rumble.com/v4up4xi-100-digital-wef-orders-govts-to-outlaw-cash-for-non-licensed-individuals.html https://www.youtube.com/watch?v=rVuc-NlZyls
Bloggfærslur 13. maí 2024
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021