Íslendingar eru uggandi um öryggi sitt, samkvæmt utanríkisráðherra, Þorgerði Katrínu Gunnardóttur og Jónasi Gunnari Allanssyni hjá Utanríkisráðuneytinu. Bæði benda á Rússa. Rússneska þjóðin, sem ævinlega hefur verið vinveitt Íslendingum, er Íslendingaskelfir mikill ógn við Vesturlandabúa alla í raun.
Jónas Gunnar segist eiga á öllu von frá ríki, sem háir stríð í hjarta Evrópu. Í ljósi þessa er skiljanlegt, að landsmenn þurfi að vera varir um sig og auka umsvif með Natóvinum sínum á Keflavíkurflugvelli og í Helguvík.
Fælingarmáttur leikur fyrrnefndum á vörum. Það hljóta allir að sjá í hendi sér, að hrollur fari um Rússa við tilhugsunina um skemmur Bandaríkjahers, jafnvel þótt nokkrar úreltar F-35 þotur séu þar í skjóli.
Hermálaráðuneytið og íslenskir hernaðarsérfræðingar þess búast við stríðsátökum á láði og í lofti eins og í annarri heimstyrjöldinni. Þeir virðast ekki gera sér grein fyrir, að Rússum dugi að senda okkur kveðju, ofurhraðaeldflaug loftleiðis frá Moskvu. With Love from Moscow yrði vafalaust skrautletrað á hana.
Radarstöðvar eru á hverju landshorni og menntaðir, íslenskir sérfræðingar á vakt við skjána. Varnarþotur eru umsvifalaust sendar á loft, verði þeir varir við grunsamleg loftför eða fljúgandi furðuhluti.
Íslendingar hafa einnig eignast nether, sem fylgist með netskæruliðum Rússa. Annar armur hans fylgist með sæstrengjum.
Allt er þetta lofsamlegt, vekur mér öryggi og kostar svo sem ekkert að ráði. Öryggið á oddinn segi ég nú barasta. Tveir milljarðar í bili eru smáaurar. Bandarískir og evrópskir skattgreiðendur borga brúsann að mestu leyti. Ein gloppa all alvarleg kynni þó að vera í þessu kerfi, íhugulli samvinnu Landhelgisgæslunnar, Netvarnadeildarinnar, Hermálaráðuneytisins, Eftirlits- og njósnadeildar Nató, CIA, MI6, stríðsvarnadeildar Ríkislögreglustjóra og aðgerðastjóra Víkingasveitarinnar, nefnilega njósnahvalir.
Eins og menn kynnu að muna var einn slíkur gómaður við Noreg. Hvaldimir var hann kallaður, enda sterkur svipur með honum og Vladimir eða Vonda-Valda. Það þótti augljóst, að þarna væri um njósnahval frá Rússum að ræða, því hann hafði myndavélarfestingu um sig, sem á stóð, að hún væri framleidd í Sankti Pétursborg.
Auðsýnd mannelska hans hefði þó átt að vera frábending, þar sem Rússar eru annálaðir tuddar í framkomu við hvali og menn.
Hvaldimir dó á þessu ári, líklega drepinn af rússnesku leyniþjónustunni. Eða lést þessi rússneski ljúflingur af völdum veirusýkingar eins og ýjað var að í krufningarskýrslu. Covid-19 hefði það getað verið, enda óhægt um vik að bera grímu í hafdjúpunum. Svo var hann heldur ekki bólusettur. Blessuð skepnan skildi ekki mikilvægi sitt.
Hvaldimir var krufinn af norskum yfirvöldum. Einkennileg hegðun Hvaldimirs gæti bent til þess, að hann hafi farið offari í vodkadrykkju eins og Boris Yeltsin.
Innrásaruggur minn eykst við þá tilhugsun, að hvalir eins og allir kafbátarnir séu að njósna um mig. En ég er ekki vitund smeykur við vini mína í CIA, MI6 eða íslensku leyniþjónustunni. (Nema þeir fari á stjá með rafbyssur.)
Ég beini þeim vinsamlegu tilmælum til Öryggismálastofnunar, að komið verði upp öryggismyndavélum neðansjávar, sem fylgjast með hvalavánni. Ég svæfi betur á nóttunni, væri því við komið.
En það mætti vissulega líka senda Kristján Loftsson og Hval sex í stríð við þá.
https://www.bbc.com/news/articles/cje2p3z8nlyo https://www.bbc.com/news/world-europe-56956365 https://www.rferl.org/a/news-russia-norway-beluga-whale-hvaldimir/33105923.html https://www.cbsnews.com/news/russia-spy-whale-hvaldimir-cause-of-death/ https://oceanographicmagazine.com/news/hvaldimir-post-mortem-confirms-death-by-natural-causes/ https://theconversation.com/the-worlds-most-bizarre-secret-weapons-how-pigeons-cats-whales-and-even-robotic-catfish-have-acted-as-spies-through-the-ages-244227 https://www.youtube.com/watch?v=JoLeUfwkUjY
Hallur Hallsson, segir (Fésbók 26. des. 2024: Ísland á válista.):
Ný ríkisstjórn er komin til valda og fyrir henni fara feministar; Kristrún, Þorgerður og Inga. Fólk veltir fyrir sér hvort Ísland sé fyrsta feminíska ríki veraldar. Þær kenna sig við valkyrjur úr norrænni goðafræði. Valkyrjur voru í þjónustu Valhallar og réðu örlögum á vígaslóð.
Er þetta ekki svolítið kaldhæðið? Í þjónustu Valhallar. Þær fóru saman á klósett, skelltu í ommelettu og Frostrós mætti á Bessastaði í 144.000 króna kjól eins og hún væri að fara á árshátíð Kvikubanka. Hún er að fara á ball. Þetta er allt svo skemmtilegt. Þær reisa hús á sandi, kjánar í eigin holdi, þjónandi sísoltnum ríkisdreka. Hvorki viska né djúphygli. Bergmálshellir 101 Alþingi.
Hallur, ómyrkur í máli, heldur áfram:
Konur hafa látið feminista selja sér að frelsi felist í að þræla 9-5 og afhenda börn sín vandalausum í leik- og grunnskólum þar sem börn eru kynvædd, transvædd, klám er kennsluefni. Karlar á salernum kvenna, nýfædd börn á brjósti karla á krabbameinslyfjum, karlar í íþróttum kvenna. Það sé frelsi að taka líf barns í móðurkviði. Fökk íslensku feðraveldi er kyrjað meðan flutt er inn feðraveldi múslima.
Atlaga stendur yfir að íslensku lýðveldi; íslenskri þjóð, menningu og íslenskri tungu; afa og amma úthýst úr íslensku. Guðlaus feminismi er kúgunartæki. Þjóðin er sem sauðir leiddir til slátrunar. Íslendingar á fáum áratugum hverfa af spjöldum sögunnar. Ísland undir forystu feminista er á válista.
Eins og allir líka vita er sannleikurinn kvenlægur, konum í blóð borinn. Svo sögðu Rauðsokkurnar alla vega sællar minningar. En það virðist misbrestur á. Í ástarvímunni sögðust valkyrjurnar ætla að fækka ráðuneytum. En það virðist hafa verið mikil eftirspurn, því einungis var fækkað um eitt.
Hallur minnir á: Fátækt fólk kaus Ingu vegna ófrávíkjanlegrar kröfu um 450 þúsund króna skatt- og skerðingalaus lágmarkslaun. Í stjórnarsáttmála er ekki minnst á loforðið þótt Inga hafi sagt að hún eigi ekki erindi í ríkisstjórn nema loforðið verði uppfyllt. Strax á fyrsta degi var skjaldborg slegin um spillingu.
Rauðsokkurnar héldu því líka fram, að konur væru konum bestar báðum kynjum reyndar, því þær væru svo saklausar, blíðar, friðsamar, ráðdeildarsamar og skynsamar. En Hallur lítur öðruvísi á málið:
Alma Möller í heilbrigðisráðuneytinu er hliðvörður lyfjarisanna; Big-Pharma covid- og fósturvísahneyksli liðinna ára. Verðlaunuð er þöggun Ölmu á neyðarópum 2.700 kvenna með aukaverkanir vegna mRNA. Alma viðheldur þöggun Kötu who-litlu og Dísu Reykás. Konur eru konum verstar. Hanna K. Friðriksson viðskiptaráðherra boðaði hjónin Gunnar Árnason & Hlédísi Sveinsdóttur á sinn fund á skrifstofu sína í Alþingi sumarið 2022. Hún krafði hjónin svara um samkynhneigð pör með lífbörn þeirra hjóna! Hún verður krafin skýringa af fréttahaukum framtíðar.
Eins og fram hefur komið dást Þorgerður Katrín og Þorsteinn Pálsson einlæglega að Þórdís Kolbrúnu. Það hefur nú komið í ljós, að snillingurinn sá hefur greinilega stundað Nató-pukur, tekið þátt í undirbúningi að árásum Sambandsins í austurveg. Og svo sleit hún stjórnmálasambandi við Rússa, því þeir eru svo ólýðræðislegir, orðljótir (hatursorðræða) og vondir.
Þorsteinn: Forysta utanríkisráðherra um aukna varnarsamvinnu og uppbyggingu aðstöðu á Keflavíkurflugvelli var mikilvæg. Umræðan hefði þó mátt vera meiri, ekki síst um þau gildi, sem að baki búa.
Brýnt er að þessum samstarfsverkefnum verði markvisst fylgt eftir á nýju kjörtímabili. Reyndar þarf að útvíkka þau meðal annars vegna vaxandi ógna gegn innviðum og netöryggi.
Hallur er á öndverðum meiði: Feministar eru sammála um hervæðingu Íslands og milljarðatugi til Úkraínu. Herfylki er nú á Nato-Kef vopnað patriot-eldflaugum, B2 váfuglum, F-35 herþotum, herskipa- og kafbátalægi í Helguvík. Ísland í stríði við Rússland, Nato-Kef er skotmark. Nú er verið að reisa sjö risaskemmur samtals 13.000m² flugvöll í boxi á Miðnesheiði til að byggja nýjan flugvöll eftir sprengjuregn á Keflavíkurflugvelli.
Enn eitt Nato-stríðið og þjóðin ekki spurð. Nato-Kef er raunverulegt skotmark. Sænski herinn og almannavarnir gera ráð fyrir 500.000 föllnum í styrjöld við Rússa. Hvað áætlar Þorgella að margir falli?
En svo rekur Þorsteinn naglann á höfuðið: Margir hafa tilhneigingu til þess að líta á alþjóðlega samvinnu í efnahagsmálum annars vegar og varnar- og öryggismálum hins vegar sem tvo aðskilda hluti. Raunveruleikinn er allt annar.
Þegar Bandaríkin höfðu frumkvæði að varnarsamvinnu Evrópu og Ameríku á sínum tíma beittu þau sér samhliða fyrir innbyrðis efnahagssamstarfi Evrópuríkja. Æ síðan hafa þetta verið tvær hliðar á sama peningi.
Eftir aðra heimstyrjöldina skiptu Franklin Delano Roosevelt (1882-1945), Winston Leonard Spencer Churchill (1874-1965) og Josef Vissarionovich Stalin (1878-1953), veröldinni á milli sín.
Ísland lenti á áhrifasvæði Bandaríkjamanna, sem undu bráðan bug að því að herða tök sín á veröldinni, m.a. með stofnun Norður-Atlantshafsbandalagsins (Nató), stuðningi við sameiningu Evrópuríkja og tóku þátt í stofnun Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrisvarasjóðsins. Þessar stofnanir eru grundvöllurinn að ítökum og yfirráðum Bandaríkjanna í veröldinni.
Það liggur í hlutarins eðli í þessu sambandi, að vinaþjóðir ráðast ekki hver á aðra. Þegar stofnun Nató var undirbúin bjuggu Íslendingar við þá reynslu að hafa verið hernumin af Dönum, Bretum og Bandaríkjamönnum. Norðmenn stuðluðu að borgarastríði. Hins vegar höfðu þjóðir í austrinu aldrei stuggað við Íslendingum. Rússar eru frændþjóð frá fornu fari.
Það fylgir líka sögunni, að meðan á samningum um stofnun Sameinuðu þjóðanna og Nató stóð, voru unnar á vegum Breta áætlanir um innrás í Ráðstjórnarríkin (Rússland) og á vegum Bandaríkjamanna áætlanir um kjarnorkuvopnaárás á þau. Tugir borga voru miðaðir út.
Það má undarlegt teljast, að Íslendingar skuli hafa valið sér óvinaþjóðir til bandalags gegn vá, sem Bandaríkjamenn útskýrðu fyrir Íslendingum, eigin landsmönnum og veröldinni allri, að héti kommúnismi.
Því gerðust Íslendingar aðilji að Nató 4. apríl 1949, fjórum árum, eftir lok annarrar heimstyrjaldarinnar. Því er ekki upp á landann logið; þangað leitar klárinn, sem hann er kvaldastur. Á þessum tímamótum var utanríkismálaráðherra, Bjarni Benediktsson, eldri (1908-1970).
Hinn 30. mars 1949 samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar um aðild Íslands að NATO með 37 atkvæðum gegn 13. Allir þingmenn Sósíalistaflokksins greiddu atkvæði gegn tillögunni auk Gylfa Þ. Gíslasonar [1917-2004] og Hannibals Valdimarssonar [1903-1991], þingmanna Alþýðuflokksins, og Páls Zóphoníassonar [1886-1964], þingmanns Framsóknarflokksins. Hermann Jónasson [1896-1976] og Skúli Guðmundsson [1900-1969], báðir úr Framsóknarflokki, sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. (Gustav Pétursson, alþjóðastjórnmálafræðingur.)
Með inngöngu í Nató hurfu Íslendingar frá yfirlýstu hlutleysi frá árinu 1918, þegar þeir öðluðust fullveldi. Fullveldið var þar með skert.
Því er iðulega haldið á lofti, að Nató sé friðar- og varnabandalag frjálslyndra lýðræðisríkja við Norður-Atlantshaf. Austur-Evrópubúum þótti skepnan þó ekki friðvænleg og stofnuðu varnarbandalag gegn varnarbandalagi vestrænna ríkja, Varsjárbandalagið (Warsaw Pact), sex árum síðar eða 1955.
Í stofnsáttmála Nató má finna svipaðan fagurgala og í stofnskrá Þjóðabandalagins og Sameinuðu þjóðanna. Sá félagsskapur var stofnaður 1945 til að viðhalda friði með því að efla alþjóðlegt samstarf og öryggi í heiminum.
Íslendingar höfðu fengið aðild að Sameinuðu þjóðunum 1946 einmitt í þeim tilgangi. Hví skyldu þeir þá gerast aðilar að hernaðarbandalagi, Nató, fyrir þrýsting frá Bandaríkjunum? Í inngangsorðum stofnskrár þess segir:
Aðilar samnings þessa lýsa yfir að nýju tryggð sinni við markmið og meginreglur sáttmála Sameinuðu þjóðanna og ósk sinni um að lifa í friði við allar þjóðir og allar ríkisstjórnir. Þeir [aðilar] hafa ákveðið að taka höndum saman um sameiginlegar varnir og varðveizlu friðar og öryggis.
Eftirtaldar greinar eru sérstaklega áhugaverðar:
Fyrsta grein: Aðilar takast á hendur, svo sem segir í sáttmála hinna Sameinuðu þjóða, að leysa hvers konar milliríkja deilumál, sem þeir kunna að lenda í, á friðsamlegan hátt, þannig að alþjóðafriði, öryggi og réttlæti sé eigi stofnað í hættu, og að beita ekki hótunum né valdi í milliríkjaskiptum á nokkurn þann hátt, sem ósamrýmanlegur er markmiðum Sameinuðu þjóðanna.
Önnur grein: Aðilar munu stuðla að frekari þróun friðsamlegra og vinsamlegra milliríkjaviðskipta, með því að styrkja frjálsar þjóðfélagsstofnanir sínar, með því að koma á auknum skilningi á meginreglum þeim, sem þær stofnanir eru reistar á, og með því að auka möguleika jafnvægis og velmegunar. Þeir munu gera sér far um að komast hjá árekstrum í efnahagslegum milliríkjaviðskiptum sínum og hvetja til efnahagssamvinnu sín á milli, hvort heldur er við einstaka samningsaðila eða alla.
Fimmta grein: Aðilar eru sammála um, að vopnuð árás á einn þeirra eða fleiri í Evrópu eða Norður-Ameríku skuli talin árás á þá alla; fyrir því eru þeir sammála um, ef slík vopnuð árás verður gerð, að þá muni hver þeirra í samræmi við rétt þann til eigin varnar og sameiginlegrar, sem viðurkenndur er í 51. grein sáttmála Sameinuðu þjóðanna, aðstoða aðila þann eða þá, sem á er ráðizt, með því að gera þegar í stað hver um sig og ásamt hinum aðilunum þær ráðstafanir, sem hann telur nauðsynlegar, og er þar með talin beiting vopnavalds, til þess að koma aftur á og varðveita öryggi Norður- Atlantshafssvæðisins.
https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2024/12/22/Thorgerdur-Katrin-Gunnarsdottir-tekin-vid-lyklavoldum-i-utanrikisraduneytinu/
Bloggar | 28.12.2024 | 21:14 (breytt kl. 21:16) | Slóð | Facebook
Bloggfærslur 28. desember 2024
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021