Sýrland. Upplýsingahernaður og samsæri. Afhausarinn sem varð frelsishetja Vesturlanda

Eins og flestum mun kunnugt tóku Natóríki (Frakkar, Bandaríkjamenn, Bretar og Tyrkir) og Ísrael sig saman og luku við „frelsun“ Sýrlands, samkvæmt fyrri áætlunum um að leggja undir sig sjö ríki á fimm árum. Framkvæmdin tafðist að vísu og ljón komu í veginn, en nú var lag. Íran stendur enn út af, en Donald Trump kynni að ljúka því verki.

Launstríð Bandaríkjamanna, Ísraela, Frakka og Breta, eða fyrri innrásin í Sýrland, hófst 2011. Peter William Ford, fyrrverandi sendiherra Breta í Sýrlandi, og Roland Dumas, fyrrverandi utanríkisráðherra Frakka (1922-2024), hafa báðir viðurkennt þátttöku Breta í stríðinu. Peter fór hvergi í launkofa með, að um væri að ræða áætlun um stjórnarskipti, þar sem beitt væri heilögum stríðs- og hryðjuverkamönnum.

Einn af fremstu hugmyndafræðingum Bandaríkjamanna, Paul Dundes Wolfowitz, lýsti stefnunni svo við hrun Ráðstjórnarríkjanna:

„Nú, þegar kalda stríðið hefur runnið sitt skeið á enda, getum við beitt hermættinum okkur að skaðlaustu (impunity). Ráðstjórnarríkin munu ekki setja stein í götu okkar. Við höfum fimm, hugsanlega tíu, ár til stefnu til að hreinsa til í þessum gömlu leppríkum Ráðstjórnarríkjanna eins og Írak og Sýrlandi, áður en nýtt stórveldi rís til að skora okkur á hólm.“

Frelsarinn er Ahmed al-Sharaa eða Abu Mohammad al-Julani (al-Golani), þekktur afhausari og hryðjuverkamaður úr Alkæda og al-Nusra. Hryðjuverkahreyfing þessi á sér langa sögu, rætur í svokölluðu „Bræðralagi Múslima,“ grundvallað á herskárri hreintrúarstefnu öfgamanna úr röðum Múhammeðstrúarmanna.

Bretar, Ísraelar og Bandaríkjamenn, stuðluðu að stofnun, vexti og viðgangi þessara hreyfinga og beittu þeim fyrir sig í Afganistan, Írak, Sýrlandi og víðar.

Hreyfingin stofnaði skammlíft íslamsk ríki í Sýrlandi og Írak (ISIS) með stuðningi og velþóknun Bandaríkjanna. (Mæli eindregið við þessari heimildarmynd um hreyfinguna: https://rumble.com/v22ku8u-false-flags-the-secret-history-of-al-qaeda-full-documentary.html) Rússar og Íranar komu í veg fyrir, að það næði að festa sig í sess.

Alheimsvöld eru á stefnuskrá heilögu stríðsmannanna. Abu segist þó ætla að halda sig við sameinað Sýrland. Þó fá Ísraelar að halda þeim svæðum í Sýrlandi, sem þeir hafa hernumið upp á síðkastið. Tyrkir munu vafalaust fá að halda svæðum í Norður-Sýrlandi, en örlög hernáms Bandaríkjamanna og Kúrda í Norðaustur Sýrlandi eru enn óráðin.

Þangað stefna þó bæði hersveitir Tyrkja og málaliða Hayat al-Sham. Kúrdar hafa lengi verið þyrnir í augum Tyrkja, sem venjulega kalla Kúrda hryðjuverkamenn. Kúrdar úr hernámi Bandaríkjamanna hafa gert Tyrkjum ýmsar kárínur. Tyrkir líta Bandaríkjamenn hornauga, eftir augljósa viðleitni þeirra til að losa sig við hinn sjálfstæða leiðtoga sinn, Recep Tayyid Erdogan.

Hann hefur aldrei sætt sig við fall Ottóman-veldisins, sérstaklega tap Þessaloníku (Thessaloniki) í Grikklandi, Kýpur (hafa lagt undir sig helming eyjunnar), Aleppo í Sýrlandi og Mosul í Írak.

Leiðtogi Kúrda í hernáminu, Mazloum Abdi, hefur lagt til, að svæðið verði herlaust undir vernd Bandaríkjamanna.

Rússar eiga í samningaviðræðum við Hayal al-Sham um að halda herstöðvum sínum í Sýrlandi. Íranar höfðu áður samið við byltingarmenn um að vernda sendiráð þeirra í Damaskus. Baktjaldasamningarir eru smám saman að koma í ljós.

Meðan á þessum þreifingum stendur heldur upplýsingastríðið áfram af fullum krafti. Vesturveldunum er mjög í mun að sannfæra oss um, að Abu sé frelsari en ekki afhausari.

Venjunni samkvæmt leggja þau sig í líma við að skrímsla Bashar al-Assad, sem nú hefur fengið uppnefnið, „Böðullinn frá Damaskus.“ Þar leggjast á eitt upplýsingaherdeildir Vesturveldanna og svokallaðir áhrifavaldar á samfélagsmiðlum.

RÚV tekur þátt í þessum heilaþvotti af lífi og sál eins og við mátti búast – eins og BBC. Hér greinir Vanessa Beeley frá ástandinu og blaðamennsku BBC: https://beeley.substack.com/p/syria-under-hts-rule-and-the-eu-hypocrisy?utm_source=podcast-email&publication_id=716517&post_id=153365547&utm_campaign=email-play-on-substack&utm_content=watch_now_gif&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email. Hún náði með naumindum að flýja frá „uppreisnarmönnum“ Vesturveldanna til Líbanon.

Gamlar áróðurslummur frá breskri áróðursherdeild, „Hvítu hjálmunum,“ eru nú aftur á borð bornar, þ.e. eiturefnahernaður sýrlenskra stjórnvalda, og nýjar eru á pönnunni.

Skelfilegar sögur eru sagðar úr fangelsum landsins og síðasta tröllasagan snýst um, hvernig vörubílaförmum af líkum var sturtað í fjöldagrafir.

Saidnaye fangelsið er nú kallað „mannúðarsláturhúsið.“ Því er haldið fram – líka í RÚV – að þúsundir á þúsundir ofan hafði verið pynduð og síðan brennd í ofnum. Þetta er gömul bábilja ættuð úr áróðursstríðinu gegn Þjóðverjum. Í fangelsi þessu eru sagðar hvelfingar neðanjarðar, göng, pyndingaklefar og brennsluofnar.

En ekkert finnst. Meira að segja „Hvítu hjálmarnir“ (áróðursherdeild Breta) fann hvorki tangur né tetur af öllu þessu.

Það fylgir aldrei sögunni, að Bashar al-Assad bannaði 2011 allra handa pyndingar og stofnaði Sáttaráðuneyti landsmanna. Aukin heldur er hann svarinn óvinur heilagra stríðsmanna Íslams og hefur m.a. neitað að taka á móti þeim armi Hamas.

„Trúverðuga fréttaveitan“ (Trusted News Initiative) pantar líka sviðsetningar í Sýrlandi eins og í Ísrael og Úkraínu. Tiðindamaður CNN, Clarissa Ward, er höfundur að einni slíkri. Sagan, sem RÚV tók opnum örmum, fjallar um mann, sem var fangelsaður í myrkraklefa í þrjá mánuði. En hann reis úr öskustónni vel klæddur og snyrtur, vafalaust gloppur í handriti.

Það mætti einnig segja um uppgötvun líkastafla á sjúkrahúsi í Damaskus. Sama brella og beitt var í Timisora, þegar Nicolae Ceausescu (1918-1989) var steypt af stóli 1989.

Áróðurinn snýst um að vekja viðbjóð eða samúð. Það er sígild brella. Fjöldamorð og -grafir eru vinsælar. Sama má segja um ofbeldi (karla) gegn börnum og konum – einkum kynofbeldi. Slíkum áróðri beitir kvenfrelsunarhreyfingin einnig óspart gegn körlum í kynjastríðinu.

Söguskýringar RÚV eru athyglisverðar. „Vindar arabíska vorsins feyktu hverjum einræðisherranum á fætur öðrum af stóli árið 2011. [Zine El Abidine] Ben Ali [1936-2019] í Túnis, [Muammar] Gaddafi [1942-2011] í Líbíu, Hosni Mubarak [1928-2020] í Egyptalandi og áður en yfir lauk fór einnig að gusta um Bashar al-Assad, Sýrlandsforseta.“

Svo kom sum sé röðin að Sýrlandi, þar sem ungur piltur, Mouawiya Syasneh, skrifaði á vegg í borginni, Dara: “Læknir nú er komið að þér.” (Bashar er augnlæknir.) Og bingó! Uppreisn var þar með hrundið af stað. Tekið er fram, að pilturinn hafi þurft að þola grimmilegar pyndingar - (Fréttir 16. 12.2024)

Það eru ekki allir Sýrlendingar, sem eru trúaðir á manngæsku afhausara og heilagra stríðsmanna spámannsins. Um ein milljón þeirra hefur flúið land.

Minnumst í þessu sambandi orða rómverska sagnfræðingsins, Publius Cornelius Tacitus (56? – 120?): „Með öfugmæli á vör kalla þeir það heimsveldi að útrýma, slátra og ræna völdum; og þegar þeir leggja í auðn heitir það friður.“

Það er eftirtektarvert, að bæði heilagir stríðsmenn Múhammeðs og heilagir stríðsmenn hinnar útvöldu þjóðar, Ísraela, fremja glæpi sína með skírskotun til Guðs.

Heilagir stríðsmenn Múhammeðs vilja leggja undir sig heim allan (alheimskalífat), en stríðsmenn Jahve, Drottins, ætla að láta sér duga Stór-Ísrael eða bróðurpartinn af löndum Araba.

Jahve býður útvalinni þjóð sinni, samkvæmt Jósúabók, að fremja fjölda þjóðarmorða til að hernema landið.

„Eftir dauða Móse, þjóns Drottins, ávarpaði Drottinn Jósúa Núnsson, þjón Móse, og sagði: „Móse, þjónn minn, er dáinn. Leggðu nú af stað yfir Jórdan, þú og allt þetta fólk, og inn í landið sem ég gef þeim, Ísraelsmönnum. Ég gef ykkur hér með hvern þann blett sem þið stígið fæti á eins og ég hét Móse. Land ykkar skal ná frá eyðimörkinni og Líbanon, að fljótinu mikla, Efrat, það er allt land Hetíta. Það skal ná allt að hinu mikla hafi þar sem sólin sest. Enginn mun geta veitt þér viðnám svo lengi sem þú lifir. …

En þið sem vopnfærir eruð eigið að fara hertygjaðir fyrir bræðrum ykkar yfir fljótið og veita þeim fulltingi þar til Drottinn hefur veitt bræðrum ykkar hvíld eins og ykkur og þeir hafa tekið landið til eignar sem Drottinn, Guð ykkar, fær þeim.“

Njósnarar fóru á undan. Konungurinn í Jeríkó leitaði þeirra, en griðkona faldi þá: „En konungsmenn veittu þeim eftirför eftir veginum sem liggur að vöðunum yfir Jórdan. Jafnskjótt og konungsmenn voru farnir út var borgarhliðunum lokað.

Þar eð njósnararnir voru enn ekki lagstir til svefns fór konan upp á þakið til þeirra og sagði við þá: „Ég veit að Drottinn hefur gefið ykkur landið. Við erum skelfingu lostin og allir íbúar landsins máttvana af ótta við ykkur. …““ (Úr fyrsta og öðrum kafla.)

Hinn nýi Jósúa, Benjamin Netanyahu, dundar sér einmitt við sams konar sýslan um þessa mundir. Og fólkið í löndunum er enn þá „skelfingu lostið.“

https://krossgotur.is/jeffrey-sachs-um-syrland/?fbclid=IwY2xjawHRUlNleHRuA2FlbQIxMQABHSOqSPrI6BYH07rhlIGv0tIELvMO6lAxv2fziyzIb4n--1ZFgP3eMy-dJw_aem_U9cN37Q6__NA9P4W0gtNhg https://biblian.is/biblian/josuabok-1-kafli/ https://beeley.substack.com/p/syria-after-the-fall-black-flags?utm_source=podcast-email&publication_id=716517&post_id=153366410&utm_campaign=email-play-on-substack&utm_content=watch_now_button&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://glenndiesen.substack.com/p/the-science-of-anti-russian-propaganda?utm_source=post-email-title&publication_id=2670149&post_id=152814942&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://www.globalresearch.ca/regime-change-iran-coming-soon/5875124 https://www.globalresearch.ca/syria-sednaya-occult-israel-crimes/5875202 https://korybko.substack.com/p/the-armed-syrian-kurds-will-be-destroyed?utm_source=post-email-title&publication_id=835783&post_id=153349329&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://steigan.no/2024/12/vestens-frigjoringshelt-i-syria-vil-innfore-sharialov-og-moralpoliti/?utm_source=substack&utm_medium=email https://x.com/jvd9_/status/1865911331037360389 https://www.youtube.com/watch?v=co-24jXNdmY https://www.globalresearch.ca/mainstream-propaganda-us-public-war-iran/5875191 https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/frettir/30762/ag9nav/veggjakrotid-sem-hrinti-af-stad-byltingunni https://bmanalysis.substack.com/p/israel-and-the-fall-of-syria-and?utm_source=post-email-title&publication_id=1105422&post_id=152913238&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=103ae5&triedRedirect=true&utm_medium=email https://steigan.no/2024/12/en-tyrkisk-invasjon-i-syria-naert-forestaende/?utm_source=substack&utm_medium=email https://steigan.no/2024/12/en-tyrkisk-invasjon-i-syria-naert-forestaende/?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.youtube.com/watch?v=Ap137xGCFlU https://www.voltairenet.org/article221613.html https://www.voltairenet.org/article221625.html https://consortiumnews.com/2024/12/12/the-day-the-media-decided-militant-jihadism-is-ok/ https://consortiumnews.com/2024/12/13/us-israel-destroyed-syria-called-it-peace/ https://steigan.no/2024/12/skandalen-vokser-rundt-cnns-clarissa-ward-iscenesatte-fengselsscene-i-syria/?utm_source=substack&utm_medium=email - https://thegrayzone.com/2024/12/16/scandal-cnns-clarissa-ward-staging-syria-prison/ https://www.kitklarenberg.com/p/israels-support-for-syrian-opposition?utm_source=post-email-title&publication_id=552010&post_id=153225500&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://www.globalresearch.ca/syria-liberated-by-its-own-destroyers/5874979 https://www.globalpolitics.se/forblindad-av-propaganda-vad-hander-egentligen-i-syrien-medan-den-nya-regeringen-talar-om-fred/?jetpack_skip_subscription_popup https://www.youtube.com/watch?v=pmh431YgwfQ&list=UUkF-6h_Zgf9zXNUmUB-MzTw&index=5 https://beeley.substack.com/p/syria-under-hts-rule-and-the-eu-hypocrisy?utm_source=podcast-email&publication_id=716517&post_id=153365547&utm_campaign=email-play-on-substack&utm_content=watch_now_gif&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://www.youtube.com/watch?v=zEs_xMsCU9o&list=UUkF-6h_Zgf9zXNUmUB-MzTw&index=6 https://www.globalresearch.ca/syria-liberated-by-its-own-destroyers/5874979 https://www.globalpolitics.se/forblindad-av-propaganda-vad-hander-egentligen-i-syrien-medan-den-nya-regeringen-talar-om-fred/?jetpack_skip_subscription_popup https://www.youtube.com/watch?v=pmh431YgwfQ&list=UUkF-6h_Zgf9zXNUmUB-MzTw&index=5 https://www.youtube.com/watch?v=zEs_xMsCU9o&list=UUkF-6h_Zgf9zXNUmUB-MzTw&index=6 https://steigan.no/2024/12/usas-lange-krig-mot-syria/?utm_source=substack&utm_medium=email


Bloggfærslur 20. desember 2024

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Des. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband