Framkvæmdastjóri Nató, Mark Rutter, lét orð falla á þá leið, að nú þyrftu aðildarríkin að blása sér stríðsanda í brjóst.
Kallinu hlýddu fulltrúar þjóðanna, sem skipa sess í Sameiginlegri viðbragðssveit Nató (Joint Expeditionary Force), undir forystu Breta, þ.e. Norður- og Eystrasaltslöndin. Þeir hittust um daginn til skrafs og ráðagerða. Þar áttu hinir stríðsólmu Íslendingar fulltrúa, Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur.
RÚV innti hana frétta: Meginniðurstaðan er auðvitað fyrst og fremst áframhaldandi stuðningur við varnarbaráttu Úkraínu og svona þyngri tónn í því að þetta stríð snúist ekki um Úkraínu eina og sér, þannig að þau séu ekki einhvern veginn með abstrakt hætti að berjast fyrir okkur heldur eru þau bókstaflega að gera það. Og auðvitað það sem gerist í framhaldinu. Það eru breytingar í Bandaríkjunum og það svona spurning um, hvernig stríðið þróast . (Tíufréttir 17. des. 2024)
Utanríkisráðherra Íslands dáist að úkraínskum yfirvöldum eins og bandaríski þingmaðurinn, Lindsey Graham. Hann sagði við Volodymyr Zelensky:
Ég er fullur aðdáunar á því, sem þú og landar þínar hafa áorkað. Þið reynið að stöðva Rússana til að firra okkur bardaganum við þá. Úkraínumenn biðja ekki um bandaríska hermenn, einungis vopn til að frelsa þjóðina undan hryllilegri innrás. Þjóðin situr á billjón dala verðmætum í málmum, sem kæmu sér vel fyrir fjárhag okkar. Þess vegna vil ég rétta vinum okkar í Úkraínu hjálparhönd. Við getum borðið sigur úr býtum, [en] þeir þarfnast hjálpar okkar.
Umræddar breytingar á þróun stríðsins gætu komið með nýkjörnum forseta Bandaríkjanna, Donald Trump. Hann kallar Vladimir Putin vin sinn. CNN greip yfirlýsingu þess efnis á lofti.
Tíðindamaður fréttaveitunnar, Fareed Zakaria, sagði það helsta verkefni Donald Trump að fá Vladimir ofan af draumi sínum um að endurreisa heimsveldi keisaranna [zarist]. Putin hefur verið að eltast við þá draumsýn, síðan hann tók við embætti; sagði Téténínumönnum (Chechya) hrottalegt stríð á hendur, gerði innrás í Georgíu 2008, innlimaði Krím 2014 og reyndi að leggja undir sig gervalla Úkraínu 2022. (RÚV klifar stöðugt á allsherjarinnrás Rússa.)
Það fylgir ekki sögunni enda ekki hluti af rétttrúnaðarsagnfræðinni að Rússar börðu niður uppreisn heilagra stríðsmanna í Téténíu (sömu tegundar og Nató beitir nú í Sýrlandi), svöruðu árás Georgíumanna og gerðu takmarkaða innrás í Úkraínu til að verjast Nató og verja rússneskumælandi íbúa í Austur-Úkraínu og á Krím. Nú hafa upphafleg átök þróast í opið staðgengilsstríð við Nató með skelfilegu mannfalli og eyðileggingu, sem auðvelt hefði verið að komast hjá.
Skjaldmærin, Þórdís Kolbrún, ætlar ekki að láta deigan síga, enda mikið af málmi að veði. Það er reyndar enn slæðingur af strákum í Úkraínu, sem mætti drepa til viðbótar þeim hundruðum þúsunda, sem þegar hafa týnt lífi. Íslenska valkyrjan vill eins og hinir í Nató, að Úkraínumenn berjist til síðasta karlmanns. Nú er átján ára strákum smalað í sláturhúsið.
Nató leggur sig í líma við að magna stríðið, sendir hverja langdrægu flaugina á fætur annarri inn í Rússland, reynir enn á ný að sprengja Kersch brúna og nýjasta afrekið var að sprengja rússneska hershöfðingjann, Igor Kirillov, sem kom upp um sýklavopnaverksmiðjur lyfjafyrirtækja og bandarískra hernaðaryfirvalda í Úkraínu. Þær finnast líka í Georgíu og víðar. Morðið á Igor kemur í kjölfar morðsins á eldflaugaverkfræðingnum, Mikhail Shatsky. Morðsveitir Úkraínumanna/Nató eru iðnar við kolann. Hundruð hafa fallið fyrir morðingahendi þeirra.
Múgsefjunin, sem stríðsbjálfunum hefur tekist að skapa; þ.e. raunfirring, ofsahræðsla og dómgreindarleysi, hefur sínar broslegu hliðar. T.d. þegar forsætisráðherra Dana, Mette minkabani, lét út úr sér, að Ísraelsmenn yrðu að ganga frá Hamas til að verja Danmörku.
En mestri ógn stafar af Rússum, sem hin nýja utanríkismálastjarna Evrópusambandsins, Kaja Kallas, telur óþarfi að tala við eins og Graham og Þórdís Kolbrún. Kaja sagði:
Hvað mig varðar er spurningin sú, hví ætti að tala við hann [Vladimir Putin]? Hann er stríðsglæpamaður. Sjáðu til, ég er lögfræðingur að mennt og sló upp skilgreiningu á stríðsglæpum og þjóðarmorði, ef því er að skipta. Það er ásetningur um að losa sig við þú veist hluta þjóðar eða heila þjóð. Og hann hefur látið í ljósi vilja til þess arna, ásetning sinn.
Hann hefur gert gangskör að þessu og hann er stríðsglæpamaður. Og sé því haldið fram, að það stoði lítt að tala við hann, hvers vegna ætti þá að tala við hann? Því ég hef á tilfinningunni að vera ófær um að rýna inn í höfuð hans að sjálfsögðu sem og inn fyrir Kremlarmúra.
En ég hef á tilfinningunni, að væru allir sífellt að hringja til hans, öðlaðist hann ekki skilning á þeim skilaboðum, að hann sé einangraður. Svo þannig er það. Ef við kærum okkur um að koma honum í skilning um, að þú sért í raun einangraður, hringdu þá ekki í hann. Það er þýðingarlaust. (Það er engu líkara en Kaja og Þórdís Kolbrún séu andlegar tvíburasystur!)
Það er ekki kyn þótt Nató heimti fleiri og betri herstöðvar og meira skattfé. Herstöðin á Miðnesheiði gengur t.d. í endurnýjun lífdaganna og víða á Norðurlöndum eru byggð hernaðarmannvirki. Í Noregi t.d. eru tólf nýjar herstöðvar. Lofað er gríðarlegum upphæðum til hernaðar, bæði frá Evrópusambandinu og Nató.
Anders Fogh Rasmussen, fyrrum forsætisráðherra Dana og framkvæmdastjóri Nató, fullyrðir, að (formleg) innganga Svía og Finna í hernaðarbandalagið muni fela í sér, að aftra megi Rússum aðgengi að Eystrasalti. Pólverjar og ráðamenn hinna Eystrasaltslandanna tala meira að segja endrum og sinnum um Nató-hafið.
Þórdís Kolbrún og fólk af hennar sauðahúsi, er haldið þeirri hugvillu, að Nató sé að berjast fyrir lýðræði voru, frelsi og mannréttindum. Þegar fólk veður í slíkri villu er auðvelt að líta fram hjá staðreyndum. Villan verður ígildi trúar.
Danski friðarfræðingurinn, Jan Oberg, hefur bent á nokkrar þeirra. Hann segir Nató glæpasamtök, eftir að Bandalagið gerði árásir á Júgóslavíu fyrir um aldarfjórðungi síðan. Marga glæpi hefur það framið síðan og Íslendingar eru meðsekir.
Aðildin að Nató og varnarsamningur við Bandaríkin merkir líka, að Íslendingar eru í raun kjarnorkuvopnaveldi. Það aftrar þjóðinni að skrifa undir samninga um bann við kjarnorkuvopnum, sem 73 ríki hafa skrifað undir (Treaty on the Prohibition of Nuclear Weapons).
Emmanuel Macron sagði um árið, að Nató væri heiladauð samtök. Honum hefur líklega rekist rétt orð á munn að þessu sinni. Alla vega eru talsmenn þess heillum horfnir og sjálfstæð, raunbundin rökhugsun virðist þeim framandi. Þeir hugsa eins og ein hópsál, vígreifir í bragði. Þeir undirbúa innrás í Úkraínu til að berja á ræfilslegum Rússum, sem þeir svo kalla, þrátt fyrir yfirburða vopnabúnað Rússa og vanbúna heri Frakka, Breta og Þjóðverja. Íslenski herinn kynni þó að skipta sköpum.
Herstöðvar Nató liggja þægilega til fyrir drápsflaugar Rússa. Það tæki um stundarfjórðung að senda okkur ástarkveðju t.d. En líklega verða Rússar ástleitnari gagnvart herstöðvum Rúmena, Pólverja og hinna Norðurlandaþjóðanna, nema þeir hafi veður af kjarnorkuvopnum í Keflavík.
Miklar vonir um frið eru bundnar við innkomu Donald Trump í embætti forseta Bandaríkjanna. En vangaveltur úr herbúðum hans eru ekki uppörvandi. Rússar hafa fyrir löngu látið grundvallarkröfur sínar í ljósi. Þær eru í samræmi við þá sérstöku hernaðaraðgerð, sem einu sinni var. Donald gælir einnig við þá hugmynd að skipa einhvers konar friðarsveit, skipaða hermönnum Natóríkja eins og Póllands. Það er sjálfgefin fjarstæða.
Viktor Orban, annar tveggja forsætisráðherra aðildarlanda Nató, sem hefur rænu á sjálfstæðri hugsun, skrapp á fund Donald Trump til að ræða frið í Úkraínu. Donald hefur digurbarkalega sagt, að hann þurfi ekki nema sólarhring til að fá stríðsaðilja til að friðmælast. En Viktor fékk bara skít og skömm í hattinn frá Evrópusambandinu.
Smám saman virðist það renna upp fyrir Evrópubúum, að friðarvilji ráðamanna og hergagnaframleiðenda sé enginn. En friðarvilji almennings í löndum Evrópu er skýr. Því er nokkur von til þess, að hann geri uppreisn. Stjórnir Þýskalands og Frakklands eru óstarfhæfar.
Almúginn í Rúmeníu hefur brugðist fár við ógildingu hæstaréttar (Nató, Evrópusambandsins!) á forsetakosningunum. Slóvakar, Ungverjar og forsetaframbjóðandinn í Rúmeníu, Calin Georgescu, gera uppsteit gagnvart stríðsfyrirætlunum Nató. Það er enn von.
https://www.facebook.com/kla.tv.island/videos/3717953988466851/?rdid=ttYMtntO9WabQtL4 https://glenndiesen.substack.com/p/the-science-of-anti-russian-propaganda?utm_source=post-email-title&publication_id=2670149&post_id=152814942&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://marksleboda.substack.com/p/the-wit-and-wisdom-of-mark-sleboda-9f5?utm_source=post-email-title&publication_id=1083041&post_id=153324564&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://gilbertdoctorow.com/2024/12/18/russia-detains-suspected-murderer-of-general-kirillov/ https://www.euronews.com/my-europe/2024/12/13/russias-top-missile-expert-gunned-down-in-moscow-park https://www.youtube.com/watch?v=n8SDPCyOKGQ https://libertarianinstitute.org/news/as-many-as-200000-ukrainian-soldiers-have-deserted/ https://steigan.no/2024/12/jack-f-matlock-om-krigen-i-ukraina/?utm_source=substack&utm_medium=email https://gilbertdoctorow.com/2024/12/13/coffee-and-a-mike-american-foreign-policy-is-flying-blind/ https://www.youtube.com/watch?v=VQLCNdYSACg https://www.globalpolitics.se/det-langa-kriget-for-att-bekrafta-vastvarldens-och-israels-overlagsenhet-forandras/?jetpack_skip_subscription_popup https://www.theguardian.com/world/2004/nov/26/ukraine.usa https://gilbertdoctorow.com/2024/12/15/did-viktor-orban-achieve-anything-during-his-mission-to-mar-al-lago-this-past-week/ https://braveneweurope.com/michael-von-der-schulenburg-the-european-parliament-plays-with-the-risk-of-nuclear-war https://steigan.no/2024/12/hvordan-kommer-ukrainakrigen-til-a-avsluttes/?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.globalpolitics.se/vasterlandets-pastaenden-om-ukraina-motsags-av-deras-egna-uttalanden/?jetpack_skip_subscription_popup https://korybko.substack.com/p/polands-participation-in-any-ukrainian?utm_source=post-email-title&publication_id=835783&post_id=153148733&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://www.youtube.com/watch?v=DfEQJsdLl9A https://www.commondreams.org/opinion/nato-s-war-summit https://www.youtube.com/watch?v=asRDIWuQnJ4 https://www.youtube.com/watch?v=V-8HrXfnyxg https://www.youtube.com/watch?v=co-24jXNdmY https://steigan.no/2024/12/eskalering-og-fare-for-atomkrig/?utm_source=substack&utm_medium=email https://en.wikipedia.org/wiki/Joint_Expeditionary_Force https://www.youtube.com/watch?v=4lTacGx0yzM https://snl.no/traktaten_om_forbud_mot_atomv%C3%A5pen https://www.youtube.com/watch?v=4lTacGx0yzM https://www.globalresearch.ca/biden-nato-aged-unfit-leadership/5862303 https://korybko.substack.com/p/five-takeaways-from-the-us-decision?utm_source=post-email-title&publication_id=835783&post_id=146569169&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://www.thomasfazi.com/p/nato-75-years-of-war-unprovoked-aggressions?utm_source=post-email-title&publication_id=560592&post_id=146537003&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=103ae5&triedRedirect=true&utm_medium=email https://www.youtube.com/watch?v=EDONLsCGmZw https://www.youtube.com/watch?v=ens6hTc94is&list=UUPdrMIB6EeY7DdiK82P1EbA&index=5 https://www.youtube.com/watch?v=asRDIWuQnJ4 https://glenndiesen.substack.com/p/the-militarisation-of-scandinavia https://www.thomasfazi.com/p/the-three-big-nato-myths?utm_source=post-email-title&publication_id=560592&post_id=147548976&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=103ae5&triedRedirect=true&utm_medium=email https://www.kenklippenstein.com/p/jd-vance-on-war-and-peace https://steigan.no/2024/07/det-sanne-formalet-med-nato-er-a-opprettholde-usas-hegemoni/?utm_source=substack&utm_medium=email https://www.globalresearch.ca/brain-dead-dangerous-nato-proceeds/5862943 https://www.globalresearch.ca/west-preparing-war/5862359 https://www.youtube.com/watch?v=eYxgjymiOD8 https://www.youtube.com/watch?v=co-24jXNdmY https://www.youtube.com/watch?v=asRDIWuQnJ4 https://www.youtube.com/watch?v=iop8tv7FBAY https://www.thomasfazi.com/p/merkel-memoir-confirms-russia-was?utm_source=post-email-title&publication_id=560592&post_id=153258714&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email https://korybko.substack.com/p/russia-wont-let-the-world-forget?utm_source=post-email-title&publication_id=835783&post_id=153297095&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&triedRedirect=true&utm_medium=email
Bloggfærslur 19. desember 2024
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021