Maður er nefndur John Laughland. Hann er Breti og talsmaður Alþjóðlegu lýðræðissamtakanna (Forum for Democracy International). Fyrir drjúgu ári síðan var John handtekinn á Gatwick flugvelli á grundvelli laga um vernd gegn hryðjuverkamönnum á landamærum heimsveldisins. Þau heimila lögreglu að handtaka hvern sem er, án rökstudds gruns um hryðjuverk. Hryðjuverkalögreglan tók traustataki tölvu John m.a.
(Þetta eru svipaðar aðfarir og þegar Evrópusambandið gerði brottrækan rússneska heimspekinginn, Alexander Dugin. Honum var í raun refsað fyrir hugsanaglæp. Hugsanaglæpurinn er trúlega hrifning af rússnesku þjóðinni og sú sannfæring, að hana beri að verja.)
Hver ætli séu hryðjuverk John? Vísbending fæst við að skoða greinar hans. John skrifar m.a. um gerræðisstefnu breskra stjórnvalda. Hann bendir einnig á, hvernig bandarísk yfirvöld beita svokallaðri réttindabaráttu sinni í þágu homma, lesbía, hinsegin, kynsegin, tvíkynja, millikynja og kynskiptinga, sem tæki í heimsveldisstefnu sinni. Evrópusambandið og Nató fara að dæmi þeirra.
Kit Klarenberg er breskur blaðamaður, sem einnig var handtekinn og yfirheyrður fyrir hryðjuverkastarfsemi sína. Hún felst m.a. gagnrýnum skrifum um leyniþjónustur Breta og Bandaríkjamanna, ákvarðanir stjórnvalda, sem ekki þola dagsljós. Síðasta grein Kit fjallar um þátttöku Breta í harmleiknum fyrir botni Miðjarðarhafs, sérstaklega vopnasendingar frá herstöð Breta á Kýpur og breska sérsveitarhermenn á Gaza.
Sömu örlög og Kit hlutu blaðamennirnir, Johanna Ross, sem neitaði að taka undir í andrússneska kórnum, og Vanessa Beeley, sem er blaðamanna fróðust um stöðu mála í Levantíu, og gagnrýnt hefur stefnu Ísraelsstjórnar.
(Þetta minnir óneitanlega á viðurlög þeirra, sem ekki tóku þátt í kór lyfjaframleiðenda og stjórnvalda um dásemdir bóluefnanna við covid-19. Sumir voru meira að segja neyddir til að taka geðveikislyf.)
Franski útgefandinn, Ernest Moret, sem hafði mótmælt umbótum Emmanuel Macron í París, var boðinn velkominn með sama hætti og ofangreindir. (Sjá t.d. grein á Greyzone, um Julian Assange og Craig Murrey, sem bönnuð er á Fésbók.)
Craig John Murray, er skoskur að ætterni, fyrrverandi sendiherra Breta í Usbekistan, blaðamaður og mannréttindafrömuður. Hann var handtekinn nýlega, eftir komuna frá Íslandi, þar sem hann m.a. tók þátt í mótmælum gegn slátrun ísraelsku varnarsveitanna (eins og kristilegir jafnaðarmenn (Sjálfstæðisflokkurinn) á Íslandi kalla ísraelska herinn) á óbreyttun borgurum á Gaza.
Hann fékk svipaða úreið og John og Kit. Breska hryðjuverkalögreglan vildi ólm fá að vita, hvað ræðumennirnir á Íslandi hefðu sagt. (Nú ættu þeir að vara sig!) Craig hefur m.a. bent á dóma Alþjóðaglæpadómstólsins um sífelld stríð og erjur milli Ísraela og Palestínumanna. Þar segir m.a. að ísraelska ríkinu sé rétt og skylt að tryggja öryggi þegna sinna, en ekki með almennu harðræði gegn Palestínumönnum og aðskilnaðarstefnu, t.d með því að girða þá af.
Rangir blaðamenn eiga undir högg að sækja í lýðræðisríkjunum. Julian Assange rotnar í bresku fangelsi. Svíar, Bandaríkjamenn og Bretar, hafa allir gert atlögu að honum fyrir að ljóstra upp leyndarmálum valdhafa lýðræðisríkja.
Ísraelsku varnarsveitirnar myrtu Shireen Abu Akleh á Vesturbakkanum. Um fjörutíu palestínskir blaðamenn hafa verið drepnir á Gaza.
Vestræn lýðræðisríki stefna hraðbyri í svipaða átt og Ítalir og Þjóðverjar á fjórða áratugi síðustu aldar. Þegnar þeirra eru sviptir lýðréttindum og stofnun samfélagsins er beitt í þágu ofstopa- og alræðisafla. Trúlega er Ísrael lengst komið í þessu efni. Þar vinnur Likud flokkur Benjamin Netanyahu að því að ónýta hæstarétt þjóðarinnar.
Framkvæmdastjóra Nýju-Jórvíkurdeildar Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna, Craig Mokhiber, er nú nóg boðið, eftir áratuga starf. Craig sagði stöðu sinni lausri. Afsagnarbréf hans er afar fróðlegur lestur. Hann lýsir því m.a., hvernig þrýstihópar á vegum ísraelskra stjórnvalda ota sínum tota hjá Sameinuðu þjóðunum. Hann kallar hernað Ísraela á Gaza dæmigert þjóðarmorð.
Á skrifandi stundu býr heimurinn við mikið kvalræði. Það búa margar starfsbræður- og systur [einnig] við. Einu sinni enn erum við vitni að þjóðarmorði í burðarliðnum, og stofnunin, sem við þjónum, virðist ófær um að stöðva það.
https://fvdinternational.com/article/europe-s-descent-into-totalitarianism https://fvdinternational.com/author/john-laughland https://fvdinternational.com/article/british-totalitarianism https://www.farsnews.ir/en/news/14000729000586/en/Arcive https://fvdinternational.com/article/lgbt-a-weapon-for-american-hegemony https://kitklarenberg.substack.com/p/britains-sas-abetting-gaza-genocide?utm_source=post-email-title&publication_id=552010&post_id=139012115&utm_campaign=email-post-title&isFreemail=true&r=ry8jq&utm_medium=email https://www.dv.is/frettir/2023/10/16/vinur-kristins-tekinn-hondum-eftir-islandsheimsokn-er-runnid-algert-andskotans-ofsoknaraedi-menn/ https://www.craigmurray.org.uk/ https://nournews.ir/En/News/153204/Former-UK-diplomat-Craig-Murray-detained-after-supporting-Palestine https://www.theguardian.com/world/2023/may/11/shireen-abu-akleh-friends-and-family-call-for-justice-on-anniversary-of-killing https://www.theguardian.com/world/2023/nov/01/un-official-who-denounced-gaza-genocide-was-under-review-after-pro-israel-lobby-complaint https://www.theguardian.com/books/2023/apr/20/chilling-arrest-of-french-publisher-by-uk-counter-terrorism-police-condemned-ernest-moret https://www.craigmurray.org.uk/archives/2023/11/a-textbook-case-of-genocide/ https://www.craigmurray.org.uk/archives/2023/11/the-right-of-self-defence/ https://www.craigmurray.org.uk/archives/2023/10/zionism-is-bullshit-2/ https://www.documentcloud.org/documents/24103463-craig-mokhiber-resignation-letter
Bloggfærslur 20. nóvember 2023
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021