Útskúfunarsjálfsvíg Liam Scarlett

Í New York Times var Liam Scarlett sagður hið nýja undrabarn meðal listdanshöfunda. Danski óperusöngvarinn, Jens-Christian Wandt, lýsti óvenjulegum listhæfileikum Liam. Hann steig fyrst á svið í Royal Ballet í Lundúnum sem dansari. Feril hans sem danshöfundur hófst um miðjan þrítugsaldur.

Listdanssýningar Liam hafa verið settar upp víða, m.a. í Kaupmannahöfn, Lundúnum og Queensland í Ástralíu. Liam var yngsti danshöfundur listadanssýninga við Royal Ballet í Lundúnum. Fyrir tveim árum sviðsetti hinn ungi listamaður sýninguna „Spar Dame“ í Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn. Fyrrgreindur söngvari taldi hana einhverja bestu kvöldsýningu í fullri lengd, sem sett hafði verið á svið í Kaupmannahöfn um langa hríð. „Hann var ofurstjarna,“ sagði Jens-Christian. Hið konunglega leikhús kallaði Liam skærasta nýstirni í heim listdansins. Gagnrýnendur voru í skýjunum.

Við æfingar á „Spar Dame“ varð dynur fyrir dyrum. Kvartað var undan ósæmilegri hegðun Liam. Í fyrra var hann sagður hafa sýnt kynferðislega áreitni í Lundúnum gagnvart nemendum. Í Queensland var sýningum hans aflýst eins og annars staðar, enda þótt innanhússrannsókn leiddi í ljós, að enginn fótur væri fyrir áskökunum.

Eftir rannsókn málsins í Kaupmannahöfn, lét Kasper Holten, leikhússtjóri, hafa eftir sér: „Í Konunglega leikhúsinu er móðgandi hátterni óásættanlegt. Það á einnig við um gestalistamenn. Okkur er mjög í mun að tryggja öryggi og vellíðan starfsmanna okkar. … Það hefur grundvallarþýðingu, að starfsmenn geti treyst því, að ævinlega megi kvarta undan óviðeigandi framkomu – í fullvissu um alvöruþrungin viðbrögð.“ Þessi rannsókn varð til þess, að leikhússtjórinn aflýsti fyrirhugaðri sýningu Liam, Frankenstein, á næsta ári.

Degi síðar féll Liam fyrir eigin hendi (að öllum líkindum) hálffertugur að aldri. Kasper lét hafa eftir sér: „Við erum djúpt snortin vegna andláts Liam Scarlett. Hugur okkur leitar til ástvina hans. Við munum nú beina athyglinni að starfsmönnum okkar, veita þeim hjálp og stuðning á þeim tímum, sem nú fara í hönd.“

Graham Watts skrifar í The Spectator: „Bundinn var endahnútur á feril Scarlett, án réttarhalda eða gagnsærra rannsókna. Óháð skoðun var gerð í leynum. Niðurstaðan var sú, að ekki væri eftir neinu misjöfnu að slægjast. Engu að síður fataðist flugið í starfi. … Scarlett þagði þunnu hljóði frá fyrstu ásökun [jafnvel þótt] hverri sýningu hans á fætur annarri væri aflýst. Að síðustu var hann einn og yfirgefinn. Frankensteinsýningin var síðasta haldreipið, vonarglæta um framtíð.“

https://www.spectator.co.uk/article/there-should-be-a-duty-of-care-for-the-accused?fbclid=IwAR2LDXlN31nNAtCWgEbzk6M0sYrj98ZCEaHz4k_Su3ohkiOQSX4P86YObXo


Bloggfærslur 8. maí 2021

Höfundur

Arnar Sverrisson
Arnar Sverrisson
Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis.

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband