Um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar urðu læknum á alvarleg mistök, þegar umskera átti tvíburasveinbarn, Bruce, í Kananda. Það vildi ekki betur til en svo, að eyðilagður var reður drengsins.
Í kjölfar slyssins var leitað til nýsjálenska sál- og kynfræðingsins, John William Money (1921-2006). Hann hlaut doktorsnafnbót við Harvard háskólann í Boston og síðar margs konar viðurkenningar fyrir framlag sitt til kynfræðinnar. John starfaði lengst af við John Hopkins háskólann í Baltimore, Maryland, sem prófessor í barnalækningum og lækningasálfræði (medical psychology). Hann stofnaði ásamt franska innkirtlafræðingnum, Claude Migeon (1923-2018), kynskilningsdeild (Gender Identity Clinic) við háskólann árið 1965. Hann var einnig viðriðinn kynhegðunarskor (Sexual Behviors Unit) háskólans. Þar beindust rannsóknir m.a. að „kynleiðréttinga-skurðaðgerðum“ (sex-reassignment surgery).
Kenning John er eins konar undanfari hugmyndarinnar um kyn sem hugarfóstur eða hugsmíði (cognitive (social) construct). Sú hugmynd var tekin upp í kvenfrelsunarfræðin og hefur reynst afdrifarík og lífsseig.
Víkur þá sögu aftur til Bruce. John mælti með því, að hann gengist undir kynbreytingaraðgerð. Eistu hans voru numin á brott, þegar hann var tæpra tveggja ára. Foreldrar Bruce samþykktu kvenkynvakagjöf, en spyrntu við fótum, þegar John lagði til, að mótuð yrði skeið við skurðaðgerð. Jafnframt stuðlaði John að því, að bræðurnir (eða systkinin) stunduðu kynleiki, þar sem hann taldi það heppilegt fyrir kynheilsu og -þroska.
Foreldrarnir sögðu börnunum alla sólarsöguna, þegar þau komust á unglingsaldur. Bruce sagði sig strák og enn var skorið til að „leiðrétta“ líkama hans. Þessari sorgarsögu lauk með því, að tvíburarnir sviptu sig lífi.
Um hálfri öld síðar, haustið 2020, var sögð ný og raunaleg saga í Englandi. Kona, snemma á þrítugsaldri, þekkt sem Keira Bell, stefndi Tavistock sjúkrahúsinu í Lundúnum fyrir mistök. Hún hafði leitað sextán vetra gömul til kyndeildar sjúkrahússins, þar sem henni var, eftir þrjú klukkustundarlöng viðtöl, ráðlagt að gangast undir kynskipti. Henni voru ávísuð lyf til að stöðva kynþroskan, svokölluðum kynþroskahemlum (puberty blockers). Eitt leiddi af öðru eins og Keira orðar það, og fyrr en varði hafði hún þegið gagnkyns-kynvakameðferð (cross-sex hormone therapy). Réttarhaldið snerist einkum um það, hvort ætla mætti, að unglingar væru í stakk búnir til að taka upplýsta ákvörðun um að gangast undir kynskipti. Dómur í máli Keiru féll undir lok fyrra árs.
Í dómsorði segir m.a.: „Það er afar óvenjuleg meðferð að ávísa kynþroskahemlum handa fólki í kynþroskun, af eftirtöldum ástæðum: Í fyrsta lagi er um að ræða raunverulega óvissu með tilliti til afleiðinga meðferðarinnar til skemmri og lengri tíma. Að okkar dómi, er henni með réttu lýst sem tilraunameðferð.
Í öðru lagi ríkir óvissa um tilgang meðferðarinnar; sér í lagi, hvort um sé að ræða „umþóttunarhlé“ í „kynvakahlutlausu“ ástandi eða meðferð til að takmarka áhrif kynþroskunar – og þar með þörf á umfangsmeiri inngripum við skurðaðgerð og lyfjagjafir (chemical), þegar fram líða stundir – eins og fram kemur í skýrslu Heilbrigðisrannsóknastofnunarinnar (Health Research Authority).
Í þriðja lagi eru afleiðingar meðferðarinnar ærið flóknar, hugsanlega ævilangar, og leiða til eins djúptækra umbyltinga í lífinu og hugsast getur. Meðferðin ristir inn að rótum kynskilnings hlutaðeigandi. Því er að þessu leyti um einstæða lækningu að ræða, eftir því sem best verður séð.
Aukin heldur verður að íhuga eðli og tilgang lyfjainngripanna (medical). Kynröskun, KR, ástandið, sem meðferðinni er beint að, er líkamlega ógreinanlegt. Aftur á móti hefur meðferðin, sem i boði er vegna ástandsins, beinar líkamlegar afleiðingar, þar eð tilgangur með lyfjagjöfinni er að koma í veg fyrir þær líkamlegu breytingar, sem ella hefðu orðið, sér í lagi þá lífeðlislegu (biological) þroskun, sem hefði átt sér stað á þessum aldri.
Einnig er það álitamál, hvort réttmætt sé að flokka KR sem sálræna vanheilsu eins og virðist gert í DSM-5 [sjúkraskrá norður-ameríska geðlæknafélagsins, fimmta útgáfu], enda þótt við viðurkennum, að til séu þeir, sem kysu, að ástandið væri ekki þannig flokkað.
Hvernig sem því nú er farið, er að okkar dómi um að ræða – með skírskotun til áðurnefndra raka – lækningainngrip (medical intervention) frábrugðin í eðli sínu annarri meðferð og lækningainngripum. Í öðrum tilvikum er lækningum beitt til að ráða bót á eða milda einkenni greindrar líkamlegrar eða andlegrar vanheilsu – og áhrif þeirrar meðferðar er auðsæ og hnitmiðuð. Afstaðan til kynþroskahemla virðist ekki endurspegla það viðhorf.“
Dómarar líta svo á, að engin von sé til þess, að börn undir sextán ára aldri, geti tekið vitlega afstöðu til slíkrar meðferðar. Einnig er mælt með því, að þess háttar meðferð unglinga, fram að sjálfræðisaldri, sé borin undir dómara.
Birtist í Mbl. 16. mars 2021: https://www.mbl.is/greinasafn/kaupa_grein/1775805/?redirect=%2Fgreinasafn%2Fgrein%2F1775805%2F%3Fitem_num%3D0%26searchid%3Dec28987ad8e870f29ec5d7ea764db4220014e3ef%26t%3D798554561&page_name=article&grein_id=1775805
Hildarleikur seinni heimsstyrjaldarinnar markaði þáttskil í leit mannsins að frelsinu. Samfélagsrýni millistríðsáranna elfdist. Þar komu t.d. við sögu þýskir heimspekingar og samfélagsfræðingar úr Frankfurt-hópnum við háskólann í Frankurfurt am Main (Institut für Sozialforschung); Max Horkheimer (1895-1973), Theodor W. Adorno (1903-1969) og Herbert Marcuse (1898-1979). Þeir sóttu m.a. innblástur í kenningar þýska hagspekingsins, Karl Marx (1818-1883), og austurríska sálkönnuðarins, Sigmund Freud (1856-1939), í rýni sinni. Rannsóknir hópsins gengu síðar undir nafninu, gagnrýniskenning (Kritische Theorie), og hafði víða áhrif á Vesturlöndum.
Einnig ber að nefna þýska sálkönnuðinn Erich Seligmann Fromm (1900-1980) og austurríska sálkönnuðinn, Wilhelm Reich (1897-1957), sem var áhrifamaður í verkalýðsbaráttunni og lagði grundvöllinn að svonefndum kynlífsstjórnmálum (Sex-pol), sem fólst í því að vekja fólk til vitundar um kúgandi kynlífssiðferði. Hann taldi, að það væri þáttur í oki siðmenningarinnar, sem læriföður hans, Sigmund, var tíðrætt um. Verk Wilhelm voru talin svo hættuleg í landi hinna frjálsu, að þau voru brennd á báli.
Fyrrgreind fræði svo og fræði hins merka franska tilvistarheimspekingsins, Jean-Paul Sarte (1905-1980), urðu hugmyndafræðilegur grundvöllur kynlífsbyltingarinnar á sjöunda áratugnum og afsprengi hennar, blómabarnanna eða hippanna, í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Frjálst kynlíf og frjáls víma, ásamt kerfisrýni og andstöðu við stríðsrekstur, voru kyndlar í baráttunni.
Allar stofnanir samfélagsins voru rýndar. Gerð var hörð hríð að fjölskyldunni undir forystu suður-afríska geðlæknisins, David Graham Cooper (1931-1986), og skoska geðlæknisins, Ronald David Laing (1927-1989). Fjölskyldan var talið hreiður óhollrar samfélagsinnrætingar og kúgunarstofnun, jafnvel uppspretta geðklofa eða geðveiki. Einnig var gerð orrahríð að geðheilbrigðisþjónustunni og stóru geðsjúkrahúsunum sérstaklega.
Franski fræðimaðurinn, Paul-Michel Foucault lagði orð í belg með bók sinni Geðveiki og brjálæði: Saga vitfirringar á sígildum tíma, (Folie et Déraison: Historie de la foile á lage classique), sem kom út 1961. Þar lýsti hann, hvernig ríkjandi félagskerfi móta eða skapa vitfirringuna, geðveikina.
Umrótið varð rithöfundum að yrkisefni. Einn þeirra var Kenneth Elton Kesey (1935-2001), ofskynjunarlyfjaneytandi, blómabarn og andófsmaður, ættaður frá Oregon í BNA. Hann skrifaði afar merka bók árið 1962, þar sem geðheilbrigðisþjónustan var í brennidepli, Gaukshreiðrið (One flew over the chuckoo´s nest).
Árið 1975 var gerð kvikmynd eftir sögunni. Hún var áður sviðsett, með kempuna Kirk Douglas/Issur Danielovitch (1916-2020) í aðalhlutverki. Það kom hins vegar í hlut sonarins, Michael Douglas (f. 1944), að framleiða kvikmyndina, þar sem fjöldi snjallra leikara gerðu garðinn frægan.
Leikstjórn var í höndum snillingsins tékkneska, Jan Tomás Forman (1932-2018). Handrit skrifaði Lawrence Alan Hauben (1931-1985). Myndin vann til fimm Óskarsverðlauna (Academy Awards) og fjölda annarra.
Söguþráðurinn er á þá leið, að Randle Patrick McMurphy (Jack Nicholson, f. 1937) er lagður inn á geðsjúkrahús úr fangelsi, þar sem hann afplánar dóm fyrir nauðgun á fimmtán ára stúlku, sem að hann sögn hefði getað verið á þrítugsaldri. Flutningurinn er að hans eigin tilstuðlan. Það vakir fyrir honum að komast hjá erfiðisvinnu í fangelsinu. Þar ræður hins vegar ríkjum Mildred Ratched ((Estelle) Louise Fletcher, f. 1934), hjúkrunarkona.
Þar takast á stálin stinn, kvenmennska Mildrid og karlmennska Randle. Hann fellur í stafi af undrun, þegar hann kemst að því, að allir eru meðsjúklingar hans lagðir inn af fúsum og frjálsum vilja. Í valdataflinu beita Mildrid og Randle sjúklingunum eins og skákmenn séu. Sjúklingarnir eru erkikynfól, spila á kvennektarmyndaspil og gera sig seka um alls konar kynferðislega áreitni, kynbundið ofbeldi og hatursorðræðu í garð kvenna. Gefa þeim meira að segja girndarauga, líta á þær sem kynlífsviðföng.
Meðal sjúklinganna eru margar áhugaverðar söguhetjur eins og t.d. Billy, ístöðulaus, ofvaxinn unglingur, sem á í vandræðum með aðskilnað frá móður sinni og kann því vitaskuld ekki að fóta sig á kynlífsmarkaðnum. Randle sér, hvar skórinn kreppir, og hleypir stráksa til, þegar hann smyglar gleðistúlkum inn á deildina að næturlagi og slær upp svallteiti. Að morgni dags er Billy hamingjusamur, hefur hlotið eins konar manndómsvígslu.
En hann er ekki lengi í Paradís frekar en Adam. Mildred refsar eins og forynjurnar í goðsögnunum og tætir piltinn í sig. Innan skamms er hann örendur, geltur, fórnar sjálfum sér. Hann gerir ekki frekari uppsteit gegn kvenveldinu, móður sinni og vinkonunni, Mildrid. En Randle er ekki óvígur ger enn þá.
En óhjákvæmilega endaði baráttan með því, að hjúkkan fór með sigur af hólmi. Og enn má nota goðsagnirnar sem hliðstæðu. Karllæknana hafði Mildrid undir handarjaðrinum eins og hinar ófreskjulegu gyðjur, tákn hins gereyðandi móðureðlis, fylgisveina sína og hermenn. Randle var gerður óvirkur með heilaskurðaðgerð, sem var tískulækning á sínum tíma eins og rafstuðið. Karlaflið laut í lægra haldi fyrir kvenaflinu.Hins vegar tók höfðinginn, ógnarlegur björn af frumbyggjakyni, örlögin í eigin hendur og braut sér leið út í frelsið, eftir að hafa kæft vin sinn, Randle.
Leikstjórinn líkti ástandinu á geðsjúkrahúsinu við alræðið í heimalandi sínu, Tékkóslóvakíu. Það er einnig áhugavert að skoða sögusviðið í ljósi þróunar á þeirri hálfu öld, sem umliðin er. Heilbrigðiskerfið er orðið enn kvensælla, félagsþjónustan og skólakerfið er að mestu leyti skipað konum, drengir verða stöðugt heimskari. Fjölskyldan er í hraði upplausn með mæður við stjórnvölinn, fangelsin eru fleytifull af karlmönnum. Ógnarlegur fjöldi karla velur dauðann sem útgönguleið, rétt eins og Billy. Lyfjum er í miklu meira mæli beitt til að halda drengjum í skefjum í skólakerfinu og þau eru einnig miklu útbreiddari í geðheilbrigðiskerfinu. Öfgafull kvenfrelsun er orðin að löggjöf og efni alþjóðasamninga. Þessi þróun er umhugsunarefni.
Áðurnefndur Herbert Marcuse sló varnagla um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar. Varist kúgandi umburðarlyndi (repressive tolerance), sagði hann. Það gæti verið frelsinu villuljós. Frelsi til orðs og æðis gæti umbreyst í helsi fjölmiðlunar, auglýsinga- og réttrúnaðarofríkis. Við erum vitni að kerfisbundinni hálfvitavæðingu, hvort heldur sem er barna og fullorðinna, með auglýsingum og áróðri, sagði hann - og reyndist spámannlega vaxinn.
Hér er krækja á skynsamlega umfjöllun um myndina og lærdóma, sem mætti af henni draga: https://www.youtube.com/watch?v=n0BcF6zM5c8
Bloggfærslur 23. mars 2021
Nýjustu færslur
- Bólusetningabjargráð, heilbrigðisnjósnir og gervigreindargeðl...
- Leynd, lygar, leyniher og launmorð. John Fitzgerald Kennedy
- Eistar ybba kíf og ætla í stríð með Íslendingum
- Fyrirgefðu mamma! Mig langaði svo að bjarga fólki. Óþverri og...
- Sælir eru einfaldir. Úkraína, öryggið og Þórdís Kolbrún Reykf...
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
Bloggvinir
Af mbl.is
Innlent
- Innhverf manneskja sem elskar fólk
- Potturinn þrefaldur næst
- Hlýjasta aprílbyrjun aldarinnar
- Mótmæla brottvísun Oscars
- Töluvert magn fíkniefna á Húsavík
- Bora tvo kílómetra í leit að vatni fyrir Hafnarfjörð
- Strandaglóparnir komast að óbreyttu heim í kvöld
- Erfiður vetur og veikindi enn mikil
- Stútur reyndi að snúa við á ölvunarpósti
- Þjóðin öll upplifði hann sem vin sinn