Á Indlandi var árið 1983 samþykkt svonefnd heimanmundargrein í refsiréttinum (section 498A) til verndar hagsmunum kvenna, sem gengu í heimanmundarhjónaband, en það var bannað samkvæmt lögum árið 1961. (Svipað fyrirkomulag tíðkaðist á Íslandi fyrr á öldum.) Talið var, að heimanmundurinn hefði stuðlað að morðum á eiginkonum. Langflest hjónabanda eru enn þá skipulögð af foreldrum.
En Hæstiréttur Indlands hefur nú hringt aðvörunarbjöllum. Konur beita þessari grein i auknum mæli til að ná sér niður á eiginkörlunum og fjölskyldum þeirra. BBC hefur eftir indverskum dómara: Einfaldasta leiðin til að hefna sín (harass) er að krefjast handtöku eiginkarlsins með skírskotun til þessarar greinar. Í fjölda tilvika hafa karlægir afar og ömmur verið dregin fram úr fletum sínum og systur í útlöndum handteknar einnig, jafnvel þótt þær hafi verið búsettar þar í áratugi. (https://www.bbc.com/news/world-asia-india-28140205)
Wahington post segir dómara hafa gefið lögreglunni fyrirmæli um að brjóta til mergjar, áður en til handtöku kemur: Formælendur heimanmundarlaganna segja fyrirmælin ógn við sigra kvenréttindahreyfinga síðustu áratugi, er titill greinarinnar. https://www.washingtonpost.com/world/are-indias-disgruntled-wives-abusing-dowry-laws-hurting-womens-movement/2014/07/29/ef17b159-e0f3-4ba2-9f23-e37d48d0ac47_story.html)
Eins og ýjað er að beita konur þessu verndarákvæði laga í anda mee-too hreyfingarinnar og setja fram falskar ákærur gegn eiginkörlum sínum. En þeir eignuðust óvæntan talsmann í kvikmyndastjóranum unga, Deepika Narayan Bhardwaj (f. 1986), sem gerði heimildarmyndina, Fórnarlömb hjónabandsins, (Martyrs of Marriage) um þær hörmungar, sem falskar ákærur höfðu í för með sér. Hún fjallar m.a. um sögu Syed Ahmadn Maqdhoom, sem gerði myndskeið um líðan sína og deyddi sjálfan sig í kjölfarið. Þá hafði barnið verið frá honum tekið og sett fram ákæra á grundvelli heimanmundargreinar refsilaga, þegar fjárkúgunartilburðir eiginkonunnar báru ekki árangur.
Hindustan Times hefur eftir henni: Það vakti fyrir mér að varpa ljósi á réttindaleysi karla, nú þegar kvenfrelsunarhreyfingin fer eins og eldur í sinu um landið. Það er ekki svo að skilja, að konur þjáist ekki. En þegar svo er fá þær stuðning lögreglu og laga. En karlar eru hins vegar niðurlægðir og að þeim hlegið. Fyrir flestum þeirra liggur að greiða eiginkonunum lungann af launum sínum, svo að þeir sjálfir og fjölskyldur þeirra megi sleppa við þrálát réttarhöld, meðan aðrir eins og Maqdhoom sjá ekki aðra útleið en svefninn langa. Deepika bætir við: Lögfræðingarnir hafa nú leyst frá skjóðunni um konur, sem leita ásjár til að koma sök á karla sína.
Hin hugprúða Deepika lét annað atvik til sín taka. Það átti sér stað í borginni, Rohtak, í Haryanaríki á norðanverðu Indlandi. Sagan er eftirfarandi:
Tvær systur, Pooja og Aarti, úr svonefndrar lágstétt (OBC caste), sem stunduðu BA nám í tölvufræðum við ríkiskvennaháskóla, sögðu farir sínar ekki sléttar. Þrír karlar hefðu ráðist gegn þeim og áreitt þær kynferðislega. En þær reyndust sannar indverskar valkyrjur og snerust til varnar með belti og grjót að vopni, þegar leikurinn barst út úr strætisvagninum, sem var aðalleiksviðið. Árásina kærðu þær til lögreglu, sem handtók piltana samstundis og lagði fram kæru um árás í því skyni að særa blygðunarsemi konu og veita henni áverka að yfirlögðu ráði. Atvikið átti sér stað í lok nóvember 2014 og var tekið upp á snjallsíma.
Indversk kvenfrelsunarsamtök þeyttu lúðrana; fulltrúi Kvenréttindanefndar (Womens Commission) í Harvana steðjaði á vettvang og Þjóðfylking indverskra kvenna (National Federation of Indian Women) hlóð stúkurnar lofi. Stjórnmálamenn af ýmsu tagi bættust í kórinn. Stúlkunum var hampað sem fyrirmyndum ungra kvenna. Þær fengu meira að segja peningaverðlaun. Strákunum var meinað að halda áfram námi sínu í indverska hernum. Almenningi var einnig misboðið og fordæmdi piltana.
Við nánari eftirgrennslan kom svo í ljós, að spunnist höfðu deilur milli systranna og tveggja pilta vegna ágreinings um sæti í strætisvagninum. Þeir hefðu keypt farmiða handa lasinni konu, en stúlkurnar tekið sæti hennar. Þær veittust í bræði sinni að piltunum, sem báru hönd yfir höfuð sér. Þá tóku stúlkurnar að mynda og lugu því til, að upptakan hefði verið gerð af vanfærri konu.
Nú tóku leikar heldur betur að æsast. Ný upptaka sá dagsins ljós af stúlkunum berja á pilti í almenningsgarði í Rohtak. Enn vatt sagan upp á sig, þegar karlmaður ákærði systurnar dygðugu um fjárkúgun. Hann skyldi greiða þeim væna upphæð. Að öðru kosti yrði hann kærður fyrir kynferðilega áreitni.
Enn færðist fjör í leikinn, þegar í ljós kom, að systurnar áreittu hefðu beðið stúlku um að mynda atburðinn. Til að bæta gráu ofan á svart reyndu þær að hindra birtingu enn þá einnar snjallsímaupptöku stúlku, sem sýndi sakleysi piltanna. Þær féllu á lygamælisprófi og buðust því til að taka inn sannleikslyf til að orð þeirra yrðu ekki dregin í efa. Þær báru sig illa undan því að vera spurðar dónalegra spurninga við lygamælinguna og að yfirvöld reyndu þar að auki að þvinga þær til að falla frá ákæru. Þegar allt kom fyrir ekki hótuðu þær sjálfsvígi.
Dómur féll á þá lund, að piltarnir voru lýstir saklausir og frjálsir ferða sinna, en segja þó farir sínar ekki sléttar. Þeim er útskúfað.
Deepan kippir í kyn annars hugprúðs kvikmyndagerðarmanns frá Bandaríkjum Norður-Ameríku, Cassie Jay.
https://www.hindustantimes.com/india-news/haryana-woman-s-film-lends-voice-to-harassed-married-men/story-hKNIIy8L5eDNBcVoHZxyjO.html
Bloggfærslur 4. desember 2021
Nýjustu færslur
- Stórar, saklausar stelpur og graðir græskugaurar. Kynrándýr
- Síonistabyltingin og gjöfulir Gyðingar. Byltingargyðingaprest...
- Baráttan fyrir betri heimi á nítjándu öldinni. Jafnaðar- og b...
- Baráttan fyrir betri heimi á nítjándu öldinni. Jafnaðar- og b...
- Gáttir Helvítis munu yður opnast. Stríðsyfirlýsing Ísraels og...
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
Bloggvinir
Af mbl.is
Innlent
- Þorgerður um nýjustu vendingar: Honum var alvara
- Barnið svaf samfleytt í þrjá sólarhringa
- Neikvæð áhrif skattlagningar
- Enn rýkur upp við varnargarðana
- 10% tollur á Ísland en 20% tollur á ESB
- Meirihlutinn fylgir fordæmi ríkisstjórnarinnar
- Fyrstur Íslendinga til að gegna svo háu embætti
- Lokað því starfsfólk treysti sér ekki til vinnu
- Einn með fyrsta vinning í Jóker kvöldsins
- Stöðvuðu smygl á 20 þúsund Oxycontin-töflum
Erlent
- Tollar Trumps: Sjáðu listann
- Hlutabréfaverð í Teslu á uppleið eftir dýfu
- Úrslitin högg fyrir Trump
- Risastór vettvangur fyrir barnaníðsefni leystur upp
- Heathrow fékk aðvörun nokkrum dögum fyrir lokun
- Finnar vilja út úr jarðsprengjubanni
- Þúsundir án rafmagns
- Lífstíð fyrir víg raunveruleikastjörnu
- Frelsisdagur Trumps runninn upp
- Björguðu manni úr rústum fimm dögum eftir stóra skjálftann
Fólk
- Grenntist með aðstoð þyngdarstjórnunarlyfja
- Íslensk sjónvarpssería á Cannes Series-hátíðinni
- Katrín Tanja syrgir hundinn Theo
- Meðal þeirra bestu á níunda og tíunda áratugnum
- Val Kilmer látinn
- Útdeildi eiturlyfjum til stjarnanna
- Ekki tilkynnt um meiðsli í árekstrinum
- Suður-kóreska stjarnan Kim Soo-hyun neitar ásökunum
- Myndskeið: Katrín sló persónulegt met
- Hvar voru Brooklyn og Nicole?
Íþróttir
- Átti leikmaður Everton að fá beint rautt?
- Það allra besta í handboltanum íslenskt?
- Kári borinn af velli
- Smáatriðin féllu með Valsmönnum
- Er ekki menntaður í þessum fræðum
- Fagna því að koma heim og spila í kuldanum
- Allt galopið í grannaslagnum
- Barcelona og Real mætast í úrslitum
- KA og Afturelding byrja vel
- Valsmenn unnu spennandi fyrsta leik
Viðskipti
- Hlutabréfaverð Nike hrundi eftir tilkynningu Trumps
- Nýskráningar ólíklegar í ár
- Vilja tífalda viðskiptin
- Jón Haukur til Ceedr
- Bakkavararbræður fá 100 milljarða
- Ísland dæmt fyrir vanrækslu EES samningsins
- Grunnrekstur Garðabæjar styrkist
- Gæti þýtt allt að þreföldun veiðigjalda
- Um eitt þúsund manns til Póllands á vegum Samherja
- RÚV tapar 188 milljónum og stjórnarmenn telja skuldir of miklar