Tíundi september er Alþjóðlegur sjálfsvígsvarnadagur (world suicide prevention day). Um er að ræða skelfilegan lýðheilsuvanda. Á ári hverju falla tugir Íslendinga fyrir eigin hendi. Það eru örþrifaráð. Engin hegðun önnur brýtur jafn skýrt í bága við grundvallarlögmál lífsins, þ.e. að lifa, bjarga sér og fjölga. Ungir karlar eru yfirgnæfandi meirihluti þeirra, sem velja þessa sorglegu útleið.
Sjálfsvígstíðni drengja og karla er skelfileg. Á aldrinum10-15 ára fremja tvöfalt fleiri strákar sjálfsvíg, heldur en stelpur; á aldrinum 15-19 ára eru þeir fjórum sinnum fleiri; á aldrinum 20-24 eru þeir fimm til sex sinnum fleiri. Sjálfsvígum karla fjölgar meira, en hjá konum. Samkynhneigðir piltar svipta sig þrefalt oftar lífi, miðað við stúlkur í sömu stöðu.
Þegar piltar og karlar missa sjónar á tilgangi lífsins eða geta með engu móti fundið lífi sínu tilgang; þegar þeir eru smánaðir; þegar þeir tapa baráttunni í skóla og lífi; velja alltof margir þeirra að svipta sig lífi. Bölsýni og depurð ræður för. Oft og tíðum er einsemdin kvöl. Annað böl er hópsmit. Ákvörðun um sjálfsvíg er stundum tekin vegna áhrifa frá öðrum, sem hafa valið slíkt óyndisúrræði. Það kemst í tísku eins og t.d. kynskipti barna og unglinga einnig eru í dag.
Útskúfunarsjálfsvíg karla, tengd ákúrum og kærum um kynofbeldi, eru tímanna tákn. Dæmi: Í New York Times var Liam Scarlett sagður hið nýja undrabarn meðal listdanshöfunda. Danski óperusöngvarinn, Jens-Christian Wandt, lýsti óvenjulegum listhæfileikum Liam. Hann steig fyrst á svið í Royal Ballet í Lundúnum sem dansari. Feril hans sem danshöfundur hófst um miðjan þrítugsaldur.
Listdanssýningar Liam hafa verið settar upp víða, m.a. í Kaupmannahöfn, Lundúnum og Queensland í Ástralíu. Liam var yngsti danshöfundur listadanssýninga við Royal Ballet í Lundúnum. Fyrir tveim árum sviðsetti hinn ungi listamaður sýninguna Spar Dame í Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn. Fyrrgreindur söngvari taldi hana einhverja bestu kvöldsýningu í fullri lengd, sem sett hafði verið á svið í Kaupmannahöfn um langa hríð. Hann var ofurstjarna, sagði Jens-Christian. Hið konunglega leikhús kallaði Liam skærasta nýstirni í heim listdansins. Gagnrýnendur voru í skýjunum.
Við æfingar á Spar Dame varð dynur fyrir dyrum. Kvartað var undan ósæmilegri hegðun Liam. Gróusögur sögðu hann hafa sýnt kynferðislega áreitni í Lundúnum gagnvart nemendum. Í Queensland var sýningum hans aflýst eins og annars staðar, enda þótt innanhússrannsókn leiddi í ljós, að enginn fótur væri fyrir áskökunum. Liam svipti sig lífi.
Áþekkir harmleikir gerast einnig á Íslandi. Dziugas Petrauskas var rúmlega hálfþrítugur knattspyrnumaður frá Litháen, sem leitaði frægðar og frama í útlöndum. Íslandi!! Hann fékk vinnu í kísilverksmiðjunni við Húsavík. Mannlíf og DV skýrðu frá sjálfsvígi hans fyrir rúmum mánuði síðan.
Í DV stendur: Petrauskas var öflugur knattspyrnumaður sem spilaði aðallega sem hægri bakvörður. Hann átti leiki með U-18 og U-19 ára landsliðum Litháen. Þá spilaði hann í efstu deild Litháen fyrir liðið knattspyrnuliðið FC Ekranas allt þar til liðið varð gjaldþrota árið 2014 og var lagt niður. Liðið var síðan endurreist úr brunarústunum í fyrra og er Petrauskas minnst með hlýju á Facebook-síðu félagsins þar sem hrundið er af stað söfnun fyrir eftirlifandi systur hans.
Hringbraut segir: Hann var svo hlý manneskja. Það eru orð sem lýsa honum best, hefur litháíski fréttamiðillinn Delfi eftir Arnas Borodinas, fyrrverandi liðsfélaga Dziugas Petrauskas.
Mannlíf segir: Hann .. svipti sig lífi [V]ar ástæðan sú að hann hafði verið ásakaður um kynferðisbrot. Heimildir Mannlífs herma að hann hafi verið borinn sökum um þetta brot og það hafi verið tilkynnt til lögreglu. Petrauskas var í framhaldinu yfirheyrður af lögreglu. Eftir það greip hann til þess örþrifaráðs að fyrirfara sér.
Íbúar Húsavíkur sýndu minningu þessa ólánssama, útlenda gests okkar virðingu með kyrrðar- og minningarstund í Húsavíkurkirkju þann níunda ágúst. Það bera að lofa.
Eins og sérhverju mannbarni vafalaust er kunnugt, ungu og öldu, hafa kærur kvenna um kynofbeldi af hálfu karla gengið eins og eldur í sinu um samfélagið síðustu árin. Þær eru margvíslegar, t.a.m. að ganga inn í sjónmál konu, líta hana hýru auga eða girndar, kyssa hana á vanga, klappa henni á öxl, hrósa henni fyrir fegurð, stíga í vænginn við hana með ljúfyrðum og fagurgala, klappa henni á afturendann, lauma hendi á hné eða lær (þegar svo ber undir), gera of lítið af því að hrósa henni eða hampa, hafa við hana samræði í ölvunarástandi eða sofandi - eða jafnvel nauðga. Margt er enn ótalið. (Í nafni jafnréttis er svipuð hegðun konu gagnvart karli vitaskuld ekki átalin.)
Ungi knattspyrnumaðurinn látni kynni að hafa framið eitthvert þessara afbrota. Það vita bara fáir. Kæruna væri lærdómsríkt að sjá. Hún er vafalaust fróðleg eins og kæra Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur á hendur öðrum knattspyrnumanni, Kolbeini Sigþórssyni. Vonandi fer hann ekki að dæmi Dziugas og Liam.
Hildur Lilliendahl Viggósdóttir gefur karlmönnum eftirfarandi ráð: Ef þú, góði strákur, hefur nauðgað konu, þröngvað þér inn á yfirráðasvæði hennar, troðið tungunni upp í hana, króað hana af, gert hana hrædda, látið hana finna að sjálfsvígshugsanir þínar séu á hennar ábyrgð, suðað um að fá að fara inn í hana þangað til hún örmagnast, tekið hana næstum áfengisdauða með þér heim og klætt hana úr buxunum af því að þú verðir að fá að sýna henni hvað þú ert góður í að fullnægja konum með tungunni, almennt beitt konu eða konur einhverskonar þvingunum, gaslýsingum [andlegu ofbeldi] og ofbeldi, og ert að íhuga að stíga fram og segja hjartnæma sögu af því hvað þú ert góður strákur og ætlar að axla á þessu ábyrgð með því að auðmýkja þig í fjölmiðlum eða hætta tímabundið eða seinna í vinnunni, þá bið ég þig að hugsa þig tvisvar um.
Álit og ráðgjöf Hildar kynni líka að koma Píeta samtökunum að gagni. Þau starfa að vernd gegn sjálfsvígum, að írskri fyrirmynd. Þó hef ég miklu meiri trú á gagnsemi bókar, eftir Wilhelm Norðfjörð, sálfræðing; Þjóð gegn sjálfsvígum: Sjálfsvígfræði.
https://www.forlagid.is/vara/tjod-gegn-sjalfsvigum/
Kosningar verða haldnar innan skamms. Því gæti verið viturlegt að skoða sögu stjórnmálaflokkanna til að glöggva sig á stjórnmálum samtímans. Sum umfjöllunarefnanna virðast eilíf. Það liggur rauður þráður um söguna. Nú ganga dauðir flokkar meira að segja í endurnýjun lífdaganna. Lítum um öxl:
Íhaldsflokkurinn var stofnaður 1924. Fyrsti formaður hans, Jón Þorláksson (1877-1935), segir: Ef ég ætti að nefna eina leiðandi hugsun ... þá hef ég fundið hana í þeim einföldustu og einna göfugustu trúarbrögðum, sem ég veit til, að upp hafi verið meðal mannanna ... sem kennd eru við Zóroaster eða Zarathustra hinn persneska. ... Allt það, sem miðar að því að auka gleðina og sæluna og velgengnina í heiminum, styrkir ríki hins góða, og eru það þess vegna góðverk, en allt það, sem miðar að því að auka örbirgð, sorgir og syndir, eflir vald þess vonda. ... Hér er nóg ... af fátæklingum til að veita atvinnu, björg og blessun. Sá, sem vinnur [að þessu] ... vinnur ljóssins drottni þægt verk; en hver, sem hindrar slíkt [...] þjónar þeim vonda.
... að hagsmunum sérhverrar stéttar er þá best borgið í bráð og lengd, ef hvert mál er útkljáð með heill alþjóðar eingöngu fyrir augum. Í þeim flokki [Íhaldsflokknum] taka allar stéttir landsins höndum saman til að vinna að heill alþjóðar, vel vitandi, að með því móti er og best borgið hagsmunum hverrar stéttarinnar sér í lagi. (Úr ævisögu hans eftir Hannes Hólmstein Gissurarson.)
Frjálslyndi flokkurinn var stofnaður tveim árum seinna, þ.e. 1926. Stofnendur hans voru óánægðir þingmenn gamla Sjálfstæðisflokksins, þ.e. forvera þess, sem við þekkjum, og barðist fyrir sambandsslitum Dana og Íslendinga.
Geir Hallgrímsson (1915-1990) segir um flokkinn: .Frjálslyndi flokkurinn hafði tekið eflingu almannatrygginga upp í stefnuskrá sína. En það sem fyrst og fremst skildi Frjálslynda flokkinn frá öðrum flokkum var sú mikla áherzla, sem flokkurinn lagði á sjálfstæði þjóðarinnar, þjóðernis- og þjóðrækniskennd og jafnvel varúð gagnvart öðrum þjóðum.
Okkar tíma Sjálfstæðisflokkur komst á koppinn árið 1929, þegar Íhaldsflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn runnu saman. Við það tilefni sagði Jón Þorláksson: Flokkurinn [hinn nýi Sjálfstæðisflokkur] vill vinna að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum. En í þessu felst einmitt, að flokkurinn vill virða og efla sjálfstæði einstaklinganna innan þjóðfélagsins, bæði manna, stofnana og félaga. Á framtaki einstaklinganna og frelsi þeirra til þess að beita kröftum sínum innan leyfilegra takmarka sér og sínum til hagsbóta byggir þessi stefna fyrst og fremst vonirnar um framhaldandi umbætur á lífskjörum þjóðarinnar.
Ásgeir Hannes Eiríksson (1947-2015), segir um samrunann: Íhaldsflokkurinn kom bersýnilega með fylgið í Sjálfstæðisflokkinn en Frjálslyndi flokkurinn hefur samkvæmt þessu lagt til stefnuskrána. Enda hefur íhaldsarmi Sjallans jafnan liðið illa undir þessu frjálslyndi eins og húsdraug undir góðu orði. (Ein með öllu.)
Á tímabilinu 1916 til 1942 mótaðist fjórflokkurinn svokallaði, þ.e. Sjálfstæðisflokkur, Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag (forverar þess, Kommúnista- og Sósíalistaflokkur - Samfylkingin er arftaki þess og Alþýðuflokks) og Framsóknarflokkur. Sjálfstæðismálið var mál málanna, stjórnmálin voru sjálfstæðisstjórnmál. En þegar það var í höfn með sambandslagasamningnum 1918 fóru menn að beina sjónum að stéttum.
Næstu áratugi og fram undir síðustu aldamót má jafnvel tala um stéttastjórnmál og að sumu leyti kynjastjórnmál. Stjórnarskrárbreytingin árið 1915 skipti verulegu máli fyrir slíka þróun. Nú gátu allir fullveðja einstaklingar kosið, þ.e. kosningaréttur var orðinn almennur og upp var tekið landskjör í stað konungskjörs. Nú var það sem sé þjóðin sem kaus fulltrúa í efri deild Alþingis, en ekki konungur. Aukinheldur voru kynntar margs konar nýjar hugmyndir af erlendum toga um stjórnmál, stefnur og flokka.
Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn voru stofnaðir árið 1916, Sjálfstæðisflokkurinn 1929, Kommúnistaflokkurinn árið 1930 og Sósíalistaflokkurinn árið 1938. Í kosningunum 1942 hlutu flokkarnir fjórir kjörfylgi sem breyttist lítið næstu þrjá áratugina. Sjálfstæðisflokkurinn var stærstur (37-42% atkvæða), Framsóknarflokkurinn næststærstur (22-28% ), Sósíalistaflokkurinn þriðji (15-19%) og Alþýðuflokkurinn rak yfirleitt lestina (13-18%). Aðrir flokkar hlutu lítið fylgi og það gerðist aðeins einu sinni á tímabilinu 1942-1971 að einhver annar stjórnmálaflokkur ynni þingsæti. Það var árið 1953 en þá fékk Þjóðvarnarflokkurinn tvö þingsæti. (Svanur Kristjánsson)
Einar Baldvin Olgeirsson (1902-1993), sagði um Sósíalistaflokkinn, að hann væri: ...sósíalistiskur lýðræðisflokkur... [sem vildi koma á] frjálsu, stéttlausu samfélagi allra vinnandi manna í landinu, hvort sem þeir vinna erfiðisvinnu eða andleg störf; þjóðfélagi, sem stjórnað sé af þeim sjálfum og þar til kjörnum fulltrúum þeirra með fullkomnu lýðræði í stjórnmálum og atvinnumálum.
Það hefur verið og er stefna Sósíalistaflokksins jafnhliða kaupgjaldsbaráttunni að berjast fyrir hvers konar alþýðutryggingum, styttingu vinnutíma og orlofi, öryggi á vinnustöðum og tryggingu ungra sem gamalla gegn vinnuþrælkun, og róttækri löggjöf í húsnæðismálum.
Á tímum nýsköpunarstjórnarinnar, 1944-47, sem Sósíalistaflokkurinn og Alþýðuflokkurinn tóku þátt í, með meirihluta Sjálfstæðisflokksins, voru alþýðutryggingar stórbættar og gerbreyttar frá því sem verið hafði. Sett var þá róttækasta húsnæðismálalöggjöf, sem sett hefur verið um aðstoð við íbúðabyggingar, ...
Það þarf að fullkomna sjúkratryggingar, svo öll læknisþjónusta verði ókeypis, og þjóðnýta lyfsölu, því slíkt á ekki að vera gróðavegur. Það þarf að tryggja öllum vinnandi mönnum og konum orlof ... koma á félagslegri húsnæðismálalöggjöf ...tryggja 8 tíma vinnudag ... tryggja eftirlaun handa öllum .. fullkomna yfirleitt alþýðutryggingar... Annað höfuðverkefni Sósíalistaflokksins er sjálfstæðisbaráttan.
Um Framsóknarflokkinn segir Eysteinn Jónsson (1906-1993): Framsóknarstefnan er sprottin af rammíslenzkri rót, og þau tengsl verða ekki rofin. En Framsóknarflokkurinn hefur reynt að sameina það bezta, sem við þekkjum hjá öðrum þjóðum, íslenzkum staðháttum,
Framsóknarflokkurinn vill byggja upp á Íslandi sannkallað frjálst lýðræðis- og menningarþjóðfélag efnalega sjálfstæðra manna, sem leysa sameignleg verkefni eftir leiðum samtaka, samvinnu og félagshyggju. Þjóðfélag, þar sem manngildið er metið meira en auðgildið, og vinnan, þekkingin og framtakið er sett ofar og látið vega meira en auðdýrkun og fésýsla.
Framsóknarflokkurinn er upphaflega stofnaður til stuðnings og fulltingis sjálfsbjargarviðleitni almennings, og samtökum fólksins sér til styrkar í baráttunni fyrir frelsi og betra og fegurra lífi. Flokkurinn er því flokkur félagshyggju, samtaka og samvinnu ... Flokkurinn hefur hvorki byggt stefnu sína á kapítalisma né kommúnisma, né heldur sósíalisma...
Alþýðuflokknum var rituð stefnuskrá árið 1915. Hún er talin samin af Ólafi Friðrikssyni (1886-1964) og Jónasi Jónssyni (1885-1968) frá Hriflu (sem síðar varð foringi Framsóknarmanna). Lögð er áhersla á jöfnuð og baráttuna fyrir því, að sú skifting á landslýðnum í ríka og öreiga, sem er í flestum mentalöndum, verði á Íslandi.
Flokkurinn stefndi, segir Emil Jónsson (1902-1986), að ríki jafnaðarstefnunnar, en það er: 1)Þjóðfélag, sem setur frelsi einstaklingsins í öndvegi og verndar hann fyrir hvers konar kúgun og ofríki, gerir alla þegna jafna fyrir lögum og tryggir félagslegt réttlæti. 2) Þjóðfélag, sem hefur skipulega heildarstjórn á efnahagskerfinu til þess að tryggja almenna velmegun, næga atvinnu, réttláta tekjuskiptingu og sanngjarna niðurjöfnun skatta, örvar framtak einstaklinga, félaga og opinberra aðilja, en lætur eign og stjórn atvinnutækja lúta hagsmunum þjóðarheildarinnar. 3) Þjóðfélag, sem veitir öllum þegnum sínum öryggi frá vöggu til grafar, verndar lítilmagnann, tryggir afkomu sjúkra, örkumla og gamalla.4) Þjóðfélag, sem veitir öllum jafnan rétt til hvers konar menntunar á tillits til búsetu eða efnahags, örvar menningarstarf og eflir listir og vísindi. 5) Þjóðfélag, sem er aðili að alþjóðlegu samstarfi þjóða til varðveizlu friðar og frelsis.
Ótalinn er Flokkur þjóðernissinna, nasistar, sem þó aldrei bauð fram til Alþingis. Í Heimdall skrifar árið 1933 Þorsteinn Bernharðsson: (1915-2007?) Nú vill svo til, að flestir sem ennþá fylla flokk Þjóðernissinna eru gamlir sjálfstæðismenn. Það eru áhugasamir ungir menn, sem hefir fundist of mikil deyfð í flokki sínum, til þess að þeir gætu starfað þar, og heldur kosið að stofna nýjan flokk á svipuðum grundvelli.
Hugmyndafræðilegar uppsprettur þjóðernissinna voru verk Jóns Aðils Jónssonar (1869-1920), sagnfræðings, rit Guðmundar Finnbogasonar (1873-1944), sálfræðings, og rit dansk/þýska leiðtoga danskra nasista, sem var þýskmenntaður læknir, Frits Clausen (1893-1947) að nafni. Flokkurinn leið undir lok og félagar hans hurfu trúlega flestir á vit Sjálfstæðisflokksins.
Fjórflokkurinn [þ.e. Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag (og forverar þess Sósíalistaflokkurinn og Kommúnistaflokkurinn] ríkti um langt skeið á síðustu öld: [þeirri tuttugustu] Fjögurra flokka kerfið, sem mótast hafði á umbrotatímabilinu 1942 og festist í sessi í kosningunum 1946 og 49, hélst í allföstum skorðum fram undir 1970 (Helgi Skúli Kjartansson: Ísland á 20 öld.)
Lýsing Lúðvíks Jósefssonar (1914-1994) á stöðu stjórnmála á hernámsárunum, er áhugaverð: [V]oru íslenzk stjórnmál í sérkennilegri millistöðu. Gömlu og stóru stjórnmálaflokkarnir, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, höfðu lent í hatrömmum deildum og gátu ekki komið sér saman un neitt. Alþýðuflokkurinn var veikur flokkur eftir margvísleg mistök og óeiningu. Sósíalistaflokkurinn var nýr á Alþingi, orðinn býsna stór og naut augljóslega mikils fylgis í hinni sterku verkalýðshreyfingu. Í landinu ríkti hernám og mikil upplausn á mörgum sviðum. Alþingi reyndist ófært um að mynda þingræðislega ríkisstjórn og því var skipuð sérstök utanþingsstjórn.
Sjálfstæðisflokkurinn átti í basli: Áttundi og níundi áratugur [síðustu aldar] hefur verið erfiður Sjálfstæðisflokknum í samanburði við dýrðardagana, þegar Ólafur Thors (1934-1961) og Bjarni Benediktsson (1961-1970) veittu flokknum sterka forystu. (Ólafur Th. Harðarson og Gunnar H. Kristinsson þýðing undirritaðs.)
Ellert B. Schram var einn þeirra, sem gagnrýndu Sjálfstæðisflokkinn: Ellert segir um gömlu flokkana: Þeir ríghalda í gamla, pólitíska löggjöf, sem þeir hafa tekið í arf mann fram af manni, svo langt sem elstu menn muna. Þannig passa þeir upp á gamla og úrelta byggðastefnu og kosningalöggjöf. Halda upp gömlu og rándýru kerfi með niðurgreiðslum, bæði í landbúnaði og öðrum atvinnugreinum. Halda í hitt og halda í þetta. Passa upp á kerfið og um leið á sjálfa sig. (Ásgeir Hannes Eiríksson.)
Þegar í lok sjöunda áratugar síðustu aldar, þegar Viðreisnarstjórn Sjálfstæðis- og Alþýðuflokks var að renna skeið sitt á enda, hafði Sjálfstæðisflokkurinn átt aðild að stjórnum í 33 ár síðustu hálfu öldina. En svo fór ásýndin að breytast, þótt kjarninn væri sá sami:
Í kosningum árið 1987 verða straumhvörf. Samtök frjálslyndra og vinstri manna var stofnað 1969 og fékk 8,9% atkvæða í kosningunum 1971. Samtök um kvennalista hlutu eftirfarandi fylgi: 1983 5,5% og 1987 10,1%; Bandalag jafnaðarmanna naut árið 1983 7,3% fylgis og Borgaraflokkur árið 1987 10,9%. Þannig var fylgi fjórflokkanna í sögulegu lágmarki 1987. Þeir náðu aðeins ¾ atkvæða í kosningum. Í kosningunum árið 1987 var fjórflokknum verulega ógnað m.a. með nýjum framboðum, t.d. borgaraflokki Alberts Sigurðar Guðmundssonar (1923-1994). Virtist sem fylgi hans væri fremur en áður sótt til efri laga eða yfirstétta (upper class) samfélagsins. (Ólafur Th. Harðarson og Gunnar H. Kristinsson)
Enn klofna flokkar og sameinast, ekki síður vegna persónulegs ágreinings en málefnalegs, sbr. Borgaraflokkinn, Frjálslynda flokkinn, Samtök frjálslyndra og vinstrimanna og Vinstri-græn. Síðustu dæmin eru Viðreisn og Miðflokkurinn. Sósíalistaflokkurinn rís nú upp frá dauðum. Flokkur fólksins boðar svipaða stefnu. Gamli Alþýðuflokkurinn og Alþýðubandalagið endurnýjuðu ástir sínar í Samfylkingunni.
Kvennaframboðið, sprottið úr jarðvegi Alþýðubandlags að mestu, gaf upp öndina, en kvenfrelsun lifir góðu lífi í öllum flokkum, meira að segja Sjóræningjaflokknum (Pírötum), sem beita sér m.a. fyrir bleikum sköttum og fóstureyðingum. Þeir segjast nú ætla að venda sínu kvæði í kross í samræmi við kosningaloforðin: Ekkert kjaftæði og greiða okkur laun fyrir að vera til.
Í raun er varla eðlismunur á stefnu flokkana, einungis tilbrigði við sömu stefin. Andi fjórflokksins lifir enn í verkum hans og holdgervðist í síðustu ríkisstjórn. Herópið, öreigar allra landa sameinist, heyrist ekki lengur. Kvenfrelsarar allra flokka sameinist, á betur við eins og starf Alþingis ber vitni um.
Við búum sem sé í jafnaðarmennskusamfélagi, sem fjórflokkurinn lagði grunninn að með ofurforsjá og -afskiptum hins opinbera, löggjafa og stjórnsýslu, ásamt óhjákvæmilegum fylgifiskunum, ofurskattlagningu og -gjaldheimtu.
En nú siglum við hraðbyri í átt að kvenræðissamfélagi, Grýluveldinu. Það skiptir í sjálfu sér engu máli, hvort skipsstýran heitir Bjarni eða Katrín eða Sigurður Ingi. Hvað skal kjósa?
Sighvatur Kristinn Björgvinsson (f. 1942) leiðbeinir okkur í þessari grein. Hann velkist ekki í vafa:
https://kjarninn.is/skodun/atkvaedi-greitt-vg-atkvaedi-greitt-sjalfstaedisflokknum/
Bloggfærslur 10. september 2021
Nýjustu færslur
- Rússneska Gyðingabyltingin 1917 og stríð í Evrópu. III: Stríð...
- Rússneska Gyðingabyltingin 1917 og stríð í Evrópu. II: Byltin...
- Rússneska Gyðingabyltingin 1917 og stríð í Evrópu. I: Alþjóðl...
- Stórar, saklausar stelpur og graðir græskugaurar. Kynrándýr
- Síonistabyltingin og gjöfulir Gyðingar. Byltingargyðingaprest...
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021